Við vorum boðin í sérlega skemmtilegt barnaafmæli um daginn þar sem afmælisbarnið óskaði eftir því að vera prins í einn dag, alvöru prins! Mamma hans og pabbi voru drottning og kóngur og svo máttu gestirnir allir mæta í búning. Guttanum fannst lítið spennandi við að vera prins eða prinsessa og valdi að fara sem töframaður, enda góður töframaður nauðsynlegur í öllum höllum!
Eins og sjá má er búningurinn heimagerður. Skikkjan er rautt efni úr Rúmfó, guttinn var alveg harður á því að hann vildi hafa rauða skikkju!
Pípuhattinn gerðu feðgarnir saman úr svörtu kartoni.
Töfrasportinn er trjágrein sem að við fundum og klipptum saman. Þegar heim var komið vildi guttinn fá að skreyta töfrasprotann með rauðu glimmeri.
Föndurglaða mamman lumar á flestum litum glimmerlitrófsins og guttinn valdi nákvæmlega þann rauða lit sem hann vildi.
Lími makað á greinina og svo glimmerað af hjartans lyst! Takið eftir samanbrotna blaðinu sem er undir, það auðveldar til muna að hella umfram glimmerinu aftur í glasið.
Hókus pókus, kominn svona líka glimrandi fínn töframaður!
Flottur töframaður :)
ReplyDelete