30.11.14

Bókadagatal fyrir guttann

 

 
Maðurinn minn og guttinn fá báðir dagatal í ár og núna í blálokin á nóvember náði ég að klára þau og taka myndir til þess að sýna ykkur....
 
 
Guttinn fær bókadagatal. ég er ekki búin að finna til 24 bækur núna eins og sést á körfunni, en það er allt í lagi, ég bæti bara við þegar ég kemst á bókasafnið og svo ætla ég líka að fá nokkrar lánaðar frá mömmu.
 
 
Þetta eru alls konar bækur, nokkrar jólabækur, t.d. er "Jólin koma" þann 12. des og þá byrjum við að lesa um jólasveinana. Ég keypti nokkrar bækur á bókamarkaði í haust, annað eru bara bækur sem hann á og við höfum ekki lesið lengi. Mér finnst alls ekki nauðsynlegt að hafa þetta allt nýjar bækur, gleðin felst í að opna spennandi pakka á hverjum degi og eiga notalega stund saman þegar bókin er lesin.
 
 
Ég vildi hafa merkimiða með tölustöfunum því að guttinn hefur svo mikinn áhuga á þeim. Þessa fallegu tölustafi má finna hérna.
 
 
 

2 comments:

 1. Algjör snilld :) Aldrei nóg til af bókum !

  kv
  Kristín

  ReplyDelete
 2. já algjör snilld og svo spennandi fyrir litla guttan:) og pakkarnir svo sætir og einfaldir:)
  knús Sif

  ReplyDelete