16.10.14

Stigagangur

 
Það er orðið langt síðan ég sýndi ykkur frá stigaganginum.
Svona er þetta búið að vera í nokkra mánuði, ekki tengt neinni sérstakri árstíð.
Ég nota ennþá ávaxtakassann góða, ég fékk þennan gráa lit með því að leggja stálull í matarediksbleyti og mála því svo á beran viðinn. Sjá nánar hér.
 
 
Ég þakti "bakið" með útprentuðum gamaldags skjölum. Það kemur vel út þegar maður rífur kantana af blaðinu.
 
Þarna eru nokkrir hlutir með sögu og sál eins og stígvélin góðu sem eru að verða fertug og mjólkurbrúsinn. Guttinn þreytist ekki á að segja mér að þegar amma var lítil stelpa þá náði hún í mjólk í þennan brúsa:-)
 
 
Ég fékk svo þennan æðislega málaða stein í afmælisgjöf frá góðri vinkonu í fyrra og mér finnst hann sóma sér einkar vel þarna. Það sakar líka ekki að minna sig á þessi vísdómsorð þegar maður gengur framhjá.

No comments:

Post a Comment