13.10.14

Skreyttir bollar

 
Ég varð fyrir því óláni að brjóta alveg sérlega mikilvægan einkakaffibolla samstarfskonu minnar um daginn. Þar sem ég vinn á skemmtilegum stað þar sem andrúmsloftið er létt varð ég auðvitað að bæta henni upp bollann góða, vel og rækilega!
 
 
Ég nældi mér í sérstaka tússliti sem eru ætlaðir til þess að skreyta keramik með (þeir fást í föndurbúðum). Ég var með breiða tússliti þannig að þetta varð heldur gróft hjá mér.
Tússlitirnir eru afar einfaldir í notkun, maður "tússar" bara á, lætur þorna aðeins og bakar svo í bakaraofninum samkvæmt leiðbeiningum.
 
Ég varð auðvitað að pakka herlegheitunum fallega inn
 

og merkja í bak og fyrir

 
 
Mér finnst þetta góð hugmynd fyrir persónulega gjöf, falleg orð um vinkonu, uppáhalds spakmæli, börnin teikna myndir fyrir ömmu&afa....
 
eða bara svona smart&sætt eins og hjá Helenu hjá Craft&Creativity
 

3 comments:

  1. Alltaf jafn gaman og fróðlegt að skoða bloggið þitt og takk innilega fyrir commentið. En fyrir algjörann klaufaskap eyddi ég því út þegar ég var að svara því. ég sem sé ýtti á delete takkan alveg óvart en ekki af því að mér hafi ekki líka fallegu ummælin þín :)
    knús á þig
    kv Stína

    ReplyDelete
    Replies
    1. Haha, gott að ég er ekki sú eina sem að geri stundum mistök í tölvumálunum! ;-) Takk fyrir innlitið og fallegu orðin þín :-)

      Delete
  2. já og bollarnir eru æði, svo persónuleg gjöf

    ReplyDelete