26.10.14

Haustföndur #2 laufblöð í glugga

 
Önnur lauflétt og sígild hugmynd að haustföndri, mér finnst þetta alltaf koma jafn vel út.
 
 
Þurrkuðum og pressuðum laufblöðum raðað á bókaplast
 
 
Annað bókaplast lagt ofan á og pressað vel.
Litli guttinn vildi snyrta plastið í kring enda finnst honum mikið sport að klippa þessa dagana.
 
 
Hengja út í glugga. Við festum með kennaratyggjói en það má vel hugsa sér að nota venjulegt glært límband eða fallegt mynsturlímband.
 
 
Sjáiði bara hvað maður sér æðarnar í laufblöðunum vel. Sérlega fallegt!
 
 
Haustlitadýrð inni í stofu í nokkrar vikur í viðbót...
 

3 comments:

  1. Snilldin ein.

    ReplyDelete
  2. En fallegt og gaman að dunda svona með ungunum :)

    ReplyDelete
  3. Sæl Kolbún, ég var búin að senda þér skilaboð á facebook, veit ekki hvort þú sást þau en ef ekki, endilega kíktu ;)
    kv.Ester

    ReplyDelete