Ég breytti örlítið í forstofunni um daginn. Það gleður augað að breyta örlítið til.
Svona var bakkinn á kommóðunni búinn að vera í nokkurn tíma:
Pappírinn í botninum er sá sama og ég notaði í "bakið" á trékassanum á stigaganginum og má finna hérna. Krukkan kemur úr kjallaranum frá afasystur minni. Barnamatskrukkan með blúndunni er ofurlítið DIY verkefni sem þið getið lesið um hér.
Nýr pappír í botninn og smá haust með fallegu Erikunni:
Margir eru hrifnir af allskonar dýrum og það er mikið í tísku. Enn sem komið er hafa fá dýr fengið að flytja inn á heimilið okkar en þessir fuglar eru samt voðalega fallegir í forstofunni.
Ég splæsti líka í ný spakmæli í rammana en myndirnar af litla guttanum eru bara of sætar til þess að skipta þeim út!
Spakmælin góðu og mörg önnur í viðbót má finna á Pinterest.
No comments:
Post a Comment