1.
Þrátt fyrir hressandi rokið, láréttu rigninguna og haglélið sem dynja á okkur þessa dagana hefur verið hægt að sjá stórkostlega regnboga upp á hvern einasta umhleypingahaustlægðardag!
og stundum tvo í einu
slík náttúru undur heilla jafnt unga sem aldna.
2.
Eftir hressandi haustrokið er fallegustu haustlaufin að finna í pollunum en ekki á trjánum sjálfum. Það er reyndar merkilega mikið af laufum eftir á trjánum núna. Í byrjun október fyrir 5 árum var mjög hressilegur hauststormur sem að skyldi hvert einasta tré á suðvesturhorninu eftir bert. Ég man það af því að ég var að gifta mig og við ætluðum að taka fallegar haustmyndir úti. Myndirnar voru teknar úti og urðu afar fallegar, en þar er ekki eitt einasta haustlauf að sjá....
3.
Það er því enn tími til þess að tína falleg laufblöð, pressa og þurrka fyrir haustföndur.
Meira um það síðar.
No comments:
Post a Comment