16.9.14

Þrennt á þriðjudegi #4

 

 
Hraðskreyttur gjafakassi


 
Eiginmaðurinn átti afmæli í síðustu viku. Guttanum fannst ómissandi að gera afmæliskórónu og ná í afmælislestina. Hann valdi líka sjálfur myndina á kortið frá sér og límdi hana á.
 Svona verða meira að segja afmæli foreldranna að skemmtilegum viðburðum með börnunum.
 
 
Smá þakkargjöf fyrir pössun.
Lífrænt ræktað og súkkulaðið líka sanngirnisvottað svo að allir græða.
 Síðast en ekki síst, afar ljúffengt (ég keypti aðra flösku af rabarbaradrykknum bara fyrir mig!)
 

1 comment:

  1. Frábær hugmynd, þrennt á þriðjudegi:) ég býð spennt eftir þriðjudögunum:)
    bestu kveðjur
    Sif

    ReplyDelete