3.9.14

Þrennt á þriðjudegi #3Þetta er hættulega gott nammi og í hollari kantinum. Ekki skemmir fyrir að það er auðvelt að nálgast hráefnin í lífrænu deildinni (uppskriftina er einmitt að finna aftan á hrísflögunum frá Sollu).
 
Súkkulaðihrískökur
5 dl hrísflögur
1 dl agave/ hlynsíróp
1/2 dl hnetusmjör
1/2 dl kókosolía
1/2 dl kakóduft
 
Setjið allt nema hrísflögurnar í matvinnsluvél og blandið. Hrærið hrísflögunum saman við með skeið. Setjið í lítil pappaform og látið storkna í frysti í minnst 15 mín. Geymist best í kæli eða frysti.
 
 
Aftur matur, meira að segja hollur. Ég mætti vera duglegri í hollu deildinni en hérna er mitt innlegg í hollar nasl hugmyndir: Mysuostur og eplabiti.
Sæt-súr mysuostur og stökkt epli- ég skora á ykkur að prufa!
 

Þessi hugmynd er ekki matartengd en afar sniðug, ég lærði þetta af einni í vinnunni. Við þekkjum öll hvað gerist þegar myndir hanga of lengi uppi á vegg með kennaratyggjói en ef þið setjið smá límband undir kennaratyggjóið er málið leyst!
Gerir ekkert til þó að myndirnar hangi upp í nokkra mánuði, ekkert fitufar á myndinni og ekkert mál að ná kennaratyggjóinu af.
 

2 comments:

 1. Allt saman ansi spennó....og kennaratyggjó hugmyndin er bara snilld! Af hverju var manni ekki búið að detta í hug? :)

  ReplyDelete
 2. Anonymous4/9/14 13:55

  Takk fyrir þetta - snilldarhugmynd með kennaratyggjóið og límbandið :)
  og hitt gerði mig bara svanga ;)
  kv. Halla

  ReplyDelete