8.9.14

Herbergi litla guttans #2 Þríhyrningar


Það er kominn tími til þess að sýna ykkur meira af uppfærðu herbergi litla mannsins. Þessi veggur olli mér nokkrum heilabrotum, alls konar pælingar fram og til baka. En niðurstaðan varð að halda rimlarúminu, það er 70x140 sem er óvenju stórt þannig að það fer vel um guttann. Svo er þetta líka gamla rúmið mitt þannig að mér þykir sérlega skemmtilegt að nota það áfram.

 
Eins og þið sjáið fékk ég innblástur frá því sem afar vinsælt í dag; þríhyrninga límmiðar. Þegar ég var að leita að þeim í sumar voru þeir hvergi fáanlegir þannig að maðurinn minn kom með snilldarhugmynd:
 
 
Þessi matta sjálflímandi rúlla: tæpar 800 krónur
 

 
Þessi snjalli eiginmaður sem að var ekki í miklum vandræðum með að reikna út gráður og halla: ómetanlegur.
 
Það þurfti þó að splæsa í gráðuboga, enda hef ég ekki haft þörf fyrir slíka græju síðan í grunnskóla.
 
 
Allt strikað út af þýskri nákvæmni og slump glaða íslenska mamman náði að skera þetta nokkuð beint út með aðstoð pappírsskera (þjóðerni pappírsskerans sem þarna var í lykil hlutverki er ekki þekkt).
 
 
Slump glöðu mömmunni tókst að líma þetta nokkuð reglulega á vegginn með aðstoð hallamáls og þá var bara að finna til dót á hillurnar:
 
 
Þrjú listaverk eftir guttann, ramminn sem að ég gerði fyrir hann, litir í fallegum krukkum og ein lest, guttinn er alveg gallharður á því að lestin eigi að vera nákvæmlega þarna, hvað sem uppstillingaróðu móður hans finnst!
 
Svo glittir líka í þetta kolkrabbakrútt
 
 
 
 
 
 
Ég skreytti svo stólana með vegglímmiðum. Guttinn kallar þetta alltaf "íhíhí"- stólana þegar hann dröslar þeim um íbúðina í ýmsum erindagjörðum og finnst mamma sín mjög kjánaleg þegar hún spyr: "Ertu að meina fílastólana?" Enda augljóslega um sama hlut að ræða.
 
Næst er það meira um "hæðarmælingar tréð" sem sést í horninu bakvið hurðina
 
 
Þangað til má finna gamlar færslur um herbergi litla guttans hér, hér, hér og hér.

2 comments:

  1. Anonymous11/9/14 10:57

    Glæsilegt, hélt hreinlega að þetta væri svona ótrúlega flott veggfóður, kolkrabbinn gerði svo allgjörlega útslagið :-) Kveðja frá trúföstum lesenda.

    ReplyDelete