6.8.14

3 ára afmæli guttans #3 Sérstakur dagur

 
Ég rakst á svo sniðuga bloggfærslu um daginn.
Færslan var skrifuð af móður sem vildi deila skemmtilegum hugmyndum til þess að gera afmælisdaga sérstaka. Til dæmis hún skrifaði á bílinn sinn og bað aðra ökumenn að flauta fyrir afmælisbarninu, hún lét blöðrum rigna yfir börnin og setti kökuskraut á morgunmatinn. Endilega kíkið á hana hér.
 
Flestir foreldrar vilja að börnin upplifi afmælisdaginn sinn sem sérstakan dag og það þarf ekki að vera mikið eða dýrt til að gleðja litlu hjörtun.
 
Við vorum til dæmis ekki með neinn sérstakan afmælispakka frá okkur foreldrunum handa guttanum í ár. Hann tók ekkert eftir því í öllu pakkaflóðinu. Ég þurfti að stoppa mig nokkrum sinnum af til að kaupa ekki hitt og þetta sem ég vissi að hann hefði gaman af. Ég veit að hann á alveg nóg, en þið vitið, manni langar til þess að kaupa hálfan heiminn handa þessum krúttum.
 
Við reyndum að gera afmælidaginn fyrir litla guttann okkar sérstakan og mér datt í hug að deila því með ykkur. Þetta eru litlar og ljúfar hugmyndir og vafalaust kannist þið við þær flestar.
 
Guttinn fór með ávaxtabakka í leikskólann. Ég var búin að finna nokkrar skemmtilegar útfærslur á Pinterest og leyfði honum að velja úr. Hann valdi það einfaldasta af öllu; regnbogaávexti (hjúkk!)
 
 
Kaupa ávexti í mismunandi litum, skera niður og raða á bakka. Voilá!
Þremur vikum seinna biður hann enn um að fá að skoða myndir af regnboga ávöxtunum.
 
 
Ég hengdi veifurnar upp í íbúðinni kvöldið fyrir stóra daginn og því voru þær það fyrsta sem hann sá þegar hann fór á fætur um morguninn. Hann hrópaði upp yfir sig af gleði!
 
 
 
Hann fór í bakaríið og fékk alveg að velja hvað hann vildi með morgunkaffinu. Hann valdi saltkringlur og Berlínarbollur, já, það fer ekki á milli mála að guttinn er hálf þýskur!
 
 
 
Svo kveiktum við á þremur afmæliskertum og sungum afmælissönginn á þýsku. Gleðin fólst ekki síst í því að taka fram afmælislestina, telja réttan fjölda af vögnum og kertum og finna rétta tölustafinn. Svo verður maður alltaf pínu feiminn þegar afmælissöngurinn er sunginn, þó það séu bara mamma og pabbi við morgunverðarborðið.
 
 
Síðast en ekki síst, af öllu fallegu gjöfunum sem guttinn fékk var þessi sú sem hann varð að prófa fyrir svefninn: límmiðar með Mikka mús.
 
 
 Það minnir okkur á að litlu hlutirnir eru oft engu síðri en þeir stóru og dýru.
 
 
 

5 comments:

  1. Mjög skemmtilegar hugmyndir :) Til hamingju með guttann :)

    ReplyDelete
  2. Sæl og takk fyrir yndislegt og notalegt blogg:) Má ég spyrja hvar þú fékkst afmælislestina ?

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl og takk fyrir :-) Lestin var keypt í ILVU fyrir nokkrum árum, þegar ég var þar um daginn var lestin til en í öðrum litum.

      Delete
  3. I thank you for the information and articles you provided

    ReplyDelete
  4. https://www.wishesquotes.com/

    ReplyDelete