9.7.14

Innblástur fyrir barnaherbergi

 
Litli guttinn okkar er alveg að verða þriggja ára.
Hann hætti fyrir nokkrum mánuðum með bleyju og núna er skiptiborðið komið til lítils frænda sem fer alveg að fæðast.
Guttanum finnst reyndar mun merkilegra að vera hættur með snuð.
 
Engar bleyjur, ekkert snuð og þá fannst foreldrunum kominn tími á að flikka svolítið upp á herbergið. Á sínum tíma var rúmið og skiptiborðið bara fært hingað yfir í vinnuherbergið og því var ennþá HELLINGUR af dóti þar frá foreldrunum.
En þar sem leikföng sonarins voru farin að yfirtaka nær alla íbúðina ákváðum við að það væri skynsamlegt að gera aðeins meira pláss fyrir leikföngin í herberginu hans,
svo það væri allavegana hægt að ganga frá þeim þar á milli þess sem þeim er dreift um íbúðina!
 
Herbergið er ekki tilbúið en mér datt í hug að deilda með ykkur nokkrum myndum sem hafa veitt mér innblástur:

 
Frekar krúttað og skemmtilegt sem hugmynd fyrir ofan rúmið
 
 
Límmiða þríhyrningar finnst mér skemmtilegir og einfaldir, ekkert mál að taka í burtu þegar maður vill breyta. Þarf að komast að því hvar maður fær svona vegglímmiða.
 
 

 
Þessar myndir eiga það sameiginlegt að sýna litrík herbergi þar sem leikföngin fá að njóta sín í einföldum hillum.
 
 
Mér finnst þessi forma-lengja æðisleg og væri auðvelt að gera sjálf. Guttinn er einmitt duglegur að benda mér á hvað er hringur og þríhyrningur, jafnvel rétthyrningur!
 
 
Flott skraut í einlitu. Veit samt ekki hvernig mér gengi að brjóta pappírinn....
 

 
Þessar sætu myndir frá Etsy. Myndin með tölustöfnum myndi höfða til guttans míns (hann er mjög áhugasamur um tölustafi og klukkuna þessa dagana) og þessi rebbamynd er nú bara nokkrum númerum of sæt.
 
 

2 comments:

  1. flottar hugmyndir. Það verður spennandi að sjá herbergið.
    Hlakka til að fylgjast með :)

    kveðja
    Stína

    ReplyDelete
  2. Skemmtilegar hugmyndir, gaman að vera að dúllast við að gera herbergi fyrir snúðinn :)

    ReplyDelete