31.7.14

3 ára afmæli guttans #2 Rautt og blátt lestarþema

 
Já, lestarþema var það fyrir litla lestarguttann minn.
 
Útgangspunkturinn var þessi fína mynd sem ég notaði á kökuskrautið.
 
 
Út frá henni voru þema litirnir ákveðnir; blátt og rautt sem að nutu sín í skrautinu á hillunni.
Einnig notaði ég rauðar servíettur og blá pappírsrör og síðast en ekki síst voru möffinsformin blá og rauð.
 
 
Það var auðvitað lest á afmælisborðinu og svo var líka afmælislest hjá pakkaborðinu
 
 
 
Ég fann meira að segja þessar lestar servíettur ofan í skúffu, litli guttinn var ekki lítið ánægður með þær!
 
 
Svo smellti ég lestarteinum á gólfið hér og þar í íbúðinni með mynsturlímbandi.
 
 
Lestarteinarnir vöktu mikla lukku hjá afmælisbarninu og gestunum en þó ekkert í samanburði við þetta fjarstýrða tryllitæki!!!
 

5 comments: