Í byrjun júlí varð guttinn okkar 3 ára. Það eru engar ýkjur að segja að hann sé augasteinn foreldra sinna, enda með eindæmum mikið krútt og klár strákur (nei, nei ég er ekkert hlutdræg!).
Við vorum búin að skipuleggja úti afmæli en það varð ekkert úr því sökum rigningar (og aðeins meiri rigningar!) Kvöldið áður var því drifið í að koma íbúðinni í þokkalegt stand og skreytióða mamman reyndi að hafa pínulítið skraut og dúllerí.
Herbergi guttans var hálfklárað og hálftómt en ég reddaði mér með því að líma upp nokkur listaverk eftir afmælisbarnið.
Afmælisbarnið valdi fötin sín alveg sjálft, enda hefur 3 ára guttinn sterkar skoðanir á því eins og flestu öðru :-)
Matseðillinn var skipulagður með úti afmæli í huga en nautakjöts- og laxahamborgararnir runnu engu að síður ljúflega niður hjá gestunum.
Hann hékk líka þurr akkúrat að meðan grillað var (sem er lán í rigningaróláni!)
Svona leit veisluborðið út.
Ég nýtti ýmsa hluti frá litla manninum sem skraut á hillurnar og endurnýtti veifurnar frá því í fyrra.
Þemað í veislunni voru járnbrautarlestir enda hefur litli guttinn AFAR mikinn áhuga á þeim!
Það var svo úrval af möffins í eftirrétt:
Frönsk súkkulaðimöffins
Möffins fyllt með vanillubúðingi
Bláberjamuffins
Ég gat notað þessa sætu lestarmynd sem ég keypti á Etsy fyrir 2 ára afmælið og bjó til svona krúttað skraut á kökurnar.
" Nú ertu þriggja ára...."
Meira um afmælið á morgun en þangað til má glugga í eldri færslur um afmæli guttans
og
No comments:
Post a Comment