28.6.14

Skrautlímbönd - hugmyndir
Ég á orðið dágott safn af skrautlímböndum og er því dugleg að pinna á Pinterest ef ég sé góðar hugmyndir með skrautlímbandi.
Mér datt í hug að deila nokkrum með ykkur:

 
Þessa hugmynd hef ég notað töluvert, enda afar fljótlegt og einfalt. Svona litlir merkimiðar fást oft í Sösterne og Tiger.
 
 
Eins þessi hugmynd, dásamlega einfalt og fallegt
 
 
Þetta er hugmynd frá einhverjum sem hugsar eins og ég, einlitur gjafapappír og skrautlímbandsslaufa!
 
 
Ég geymi alltaf svona einlita pappírspoka til þess að nota aftur, enda afar hentugt undir gjafir á síðustu stundu. Þetta skraut má líka gera á síðustu stundu.
Meira að segja ég-er í bílnum-á-leiðinni-í-veislu-á-síðustu-stundu.
 
 
Þetta er hugmynd sem vilja taka þetta örlítið lengra. Tæknilega séð samt svo auðvelt að það ætti að vera hægt að gera þetta í bílnum á síðustu stundu.
Fyrir þá sem sem finnst þetta góð hugmynd mæli ég með að kíkja á tengilinn undir myndinni.
 
Ef þið eruð jafn hrifin að skrautlímböndum og ég þá getið þið skoðað eldri færslur með fleiri hugmyndum ef þið smellið á efnisorðin hér til hliðar.
 
 
 
 

1 comment:

  1. Takk fyrir þessar sniðugu hugmyndir, greinilega margt hægt að gera með þessum límböndum :)

    ReplyDelete