....eiga kannski ekkert sérlega mikið sameiginlegt nema helgina sem er alveg að verða búin.
Mamma mín er ein af þessum frábæru ofurmömmum og fékk auðvitað kort og smá gjöf í tilefni dagsins.
Ég klippti hjarta úr út pappír og límabandaði svo yfir það og allt kortið. Skar svo hjartað út og dúllaði (hvernig finnst ykkur það sem þýðing á "doodling"?) inn í hjartað. Það kom mér á óvart hvað það er auðvelt að dúlla svona. Hugmyndin að kortinu er fengin héðan.
Þeið getið skoðað kortin mín frá því í fyrra hér
Svo var ég búin að lofa ykkur svolitlu Pollapönki.
Hér var auðvitað Júróvisjónpartý og á meðan tveir litlir gormar biðu spenntir eftir að gleðin hæfist var bæði horft á Pollapönk á YouTube og svo skellt í einföldustu þemaskreytingu fyrr og síðar:
Það kom að því að það kom sér vel að eiga kertastjaka í allskonar litum.
Nema bleikum.
Ég átti bleikt mynsturlímaband, það reddaði málunum.
Til hamingju með daginn allar mömmur!
p.s. Rósir og rjómi eru loksins komin á Fésbókina, auðvelt að fylgjast með þar.
No comments:
Post a Comment