27.4.14

Sumarkoma og 2 ára afmæli bloggsins

 
Rósir og rjómi fögnuðu tveggja ára afmæli á sumardaginn fyrsta.
Ég fékk einmitt góðar vinkonur í heimsókn og notaði tækifærið til að smella af nokkrum myndum (reyndar eftir að þær voru farnar, rétt eftir miðnætti, sem skýrir slök myndgæði á sumum myndum!)
 
 
Datt í hug að sýna ykkur almennilega hillurnar hjá matarborðinu.
Á þeim er raðað bráðnauðsynlegum óþarfa og dúlleríi.
Svo hanga bollar heimilisins þar. Fyrst ætlaði ég að kaupa nýja bolla, alla í stíl. Sem betur fer hef ég ekki enn tímt því, hver bolli sem þarna hangir á sér pínulitla sögu og mér finnst gaman að því.
 

Þessi bók á meira en pínulitla sögu. Móðuramma mín sem að var bandarísk átti hana og mamma gaf okkur hana því að maðurinn minn er kokkur. Ef maður klessir nefið í hana má enn finna daufan keim af reykingarlyktinni sem var alltaf hjá ömmu.

 
Veitingarnar þetta kvöldið voru í hollari kantinum. Fyrst ber að nefna þessar hrikalega ljúffengu heilsuhnetur, salt og sætt í einu, það klikkar ekki!
Eins og allt sem ég geri í eldhúsinu er þetta einföld og fljótleg uppskrift:
 
100 gr. pekanhnetur
100 gr. kasjúhnetur
100 gr. möndlur eða valhnetur
2 msk hunang
gott salt
 
Dreifið hnetunum á ofnplötu og hunanginu yfir hneturnar. Setjið inn í 160 gráðu heitan ofn í 7 mínútur. Takið og út og veltið hnetunum betur upp úr hunanginu. Setjið aftur inn í ofn í 15-20 mínútur. Dreifið saltinu yfir í lokin og njótið!
 
 Ég smellti líka í hráfæðisköku sem að glittir á efri mynd, af því að mér fannst uppskriftin svo girnileg. Hún stóð undir væntingum, omm, nomm!
 
Það er afar auðvelt að fá lífrænt ræktuð hráefni í þessar kræsingar í næstu matvörubúð.
 
Í lokin er það svo lauflétt endurnýtingar dúllerí úr sinnepskrukku
 
 
Gleðilegt sumar og takk fyrir innlitið!
 
 
 

3 comments:

 1. Anonymous28/4/14 10:45

  Voða er þetta sætt hjá þér og gaman að lesa þetta viðtal við ömmu þína :) Afi minn var líka flugvirki svo þeir hafa eflaust þekkst :)
  kveðja,
  Halla

  ReplyDelete
 2. Huggulegt hjá þér og grinilegar uppskriftir :) Og til hamingju með afmæli bloggsins :)

  ReplyDelete