7.4.14

Grænn apríl


Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að núna er grænn apríl. Ég ætla að tileinka mér viðhorf átaksins: "GRÆNN APRÍL gefur þér tækifæri til að draga fram allt það "græna" í fari þínu og athöfnum - og minnir þig á að velja alltaf "grænni kostinn" þegar hann er í boði".

 
Manni geta fallist hendur þegar maður les fréttirnar um umhverfisáhrif okkar mannanna á jörðinni en sem betur fer getum við öll gert eitthvað í málinu. Mig langar til þess að leggja mitt af mörkum með því að deila með ykkur því sem að ég hef lært og tileinkað mér í þessum efnum.
 
 
 Við getum nefnilega öll lagt eitthvað af mörkum. Maður velur sér eitthvað til þess að byrja á og þegar maður er búin að tileinka sér það getur maður bætt sig frekar, skref fyrir skref. Þannig æfum við okkur í að velja alltaf grænni kostinn þegar hann er í boði.
 
 
Ég er enginn sérfræðingur í þessum málum en ég er afar áhugasöm og er alltaf að læra eitthvað nýtt, taka lítil græn skref í rétta átt. Vonandi verða skrif mín núna í apríl einhverjum öðrum hvatning til þess að taka nokkur græn skref.
 
Ég hlakka til!
 
P.S.
fyrir áhugasama bendi ég á Fésbókarsíðu Græns apríls
 
 

No comments:

Post a Comment