20.4.14

Grænn apríl #3 Lífrænn matur og páskagott

 
Hægt en örugglega er ég farin að kaupa meira af lífrænt ræktuðum mat.
Lífræn ræktun er ræktunaraðferð þar sem menn nota ekki verksmiðjuframleidd áburðarefni og kemísk varnarlyf. Áhersla er á skiptiræktun og vernda líffræðilegan fjölbreytileika.
Þannig er lífrænt ræktaður matur betri fyrir umhverfið og um leið betri fyrir okkur.

Fyrst bar ég alltaf saman hvað lífræna varan og sú venjulega kostaði og fussaði "nei, þetta er allt of dýrt!". En núna lít ég öðruvísi á þetta, hugsa um hvað ég og umhverfið græðum á því að ég velji stundum lífrænt þó það kosti aðeins meira. Ég hugsa líka að þetta sé ein af mörgum leiðum fyrir mig til þess að leggja mitt af mörkum að örlítið betri heimi. Ef að við æfðum okkur öll í að kaupa eitthvað lífrænt, þá væru það mörg lítil skref í rétta átt.... og margt smátt gerir eitt stórt (ferlega ánægð með hafa komið málshætti að í þessari páskafærslu!).

Ég byrjaði smátt; haframjöl, rúsínur og olíur.
Svo uppgötvaði ég að í lífrænum tilbúnum mat er miklu minna af allskonar aukaefnum (skringilegu orðin í innihaldslýsingum sem enginn veit hvað er!). Núna kaupi ég lífræna tómatsósu, sinnep (það er sjúklega gott!), hnetusmjör og líka heilhveitipasta (miklu bragðbetra en hvítt pasta!).


Ég kaupi meira að segja lífrænt laugardags- spari- morgunkorn. Innihald: hrísgrjón, ljós hrásykur, kókoshneta, kakó. Sykur, já. Kalóríur, já. Fullt af torskildum orðum, nei. Bragðgott, ó já!

Sem betur er er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að nálgast lífrænt ræktaðar matvörur í matvöruverslunumog því fátt því til fyrirstöðu að setja eitthvað lífrænt ræktað ofan í körfuna í næstu búðarferð.

 
Í lokin datt mér í hug að sýna ykkur hvað það getur verið auðvelt að velja alltaf grænni kostinn:

 
 
Þetta páskagott fékk mágkona mín í dag í páskaeggjaleit fjölskyldunnar. Hún þolir hvorki mjólk né kakó.
Hún fékk poka með:
  • nammihlaupi,
  • hættulega góðum heilsuhnetum (meira um þær síðar) og
  • þurrkað mangó (lífrænt ræktað og sanngirnisvottað).
Gotteríinu var pakkað í pappírspoka (endurvinnanlegir) með bómullarböndum (brotna auðveldlega niður í náttúrunni).
 
Ég splæsti svo í þetta æðislega páskakort (prentað á pappír úr sjálfbærum skógum) sem má nálgast ókeypis hér.
 
Gleðilega páska!


4 comments:

  1. Skemmtilegur póstur...fær mann til að langa aðeins til að færa sig meira yfir í lífrænu deildina :) Gleðilega páska!

    ReplyDelete
  2. nammi namm, en flott páska nammi:)
    hér í Svíþjóð er ekki alveg eins dýrt að velja lifrænt og lífræn mjólk er t.d. bara örfáum krónum(sænskum) dýrari en venjuleg, og það er mikið framboð, næstum alltaf hægt að velja lifrænt af öllum vörum
    Gleðilga páska
    knús Sif

    ReplyDelete
    Replies
    1. já, sem betur fer er þetta að koma hérna á klakanum líka, hægt en örugglega :-)
      Gleðilega páska

      Delete