(H&M HOME)
Í dag langaði mig að benda ykkur á hvað það er auðvelt að velja oftar vörur úr lífrænni bómull. Lífræn bómull er betri fyrir umhverfið því að mikið er notað af eiturefnum við ræktun bómullar, áhugasamir geta m.a. lesið um það hér.
Það eru margir á Íslandi að selja vörur úr lífrænni bómull eins og:
þægileg og flott barnaföt sem henta fyrir bæði kynin
er fyrirtæki sem að prentar á boli fyrir fullorðna og börn, grafíkin er einstaklega skemmtileg. Mér finnst fyndið að skrifa fiskibolla á ungbarnasamfellu og flott mynda tófuna úr öðrum orðum yfir tófuna. Ekki spillir fyrir að flíkurnar eru úr lífrænni bómul og þau þrykkja allar myndirnar sjálf með endingargóðum en eiturefnalausum litum.
prentar einstaklega fallegar og krúttlegar samfellur sem eru úr lífrænni bómull OG með Fair trade vottun.
Það fást líka ýmis erlend merki hérna á klakanum sem eru úr lífrænni bómull

þarf ekki að kynna fyrir verslunarglöðum Íslendingum. Færri vita að þar er oft gott úrval af flíkum úr lífrænni bómull, bæði fyrir börn og konur.
Ég reyni t.d. að kaupa sokka og nærföt (sérstaklega á guttann) úr lífrænni bómull, hvort sem er í Lindex hérna heima eða í H&M eða C&A í Þýskalandinu.
Ég tók þessar myndir af alþjóðlegu síðunni þeirra, þar er auðvelt að finna allt sem er úr lífrænni bómull.
þarf heldur ekki að kynna fyrir Íslendingum. Ég er afar hrifinn af vönduðu vörunum frá þeim, ég kýs að eiga færri föta á guttann en vandaðri (oft hægt að gera góð kaup á útsölu!). Ekki spillir fyrir að þar er gott úrval af vörum úr lífrænni bómull.
Ekki má gleyma vefversluninni
en þau leggja einmitt áherslu á að vera með vörur úr lífrænni bómull og Fair Trade.
selur Fair Trade vottuð jógaföt úr lífrænni bómul. Hér má lesa pistil þeirra "Þú ert það sem þú klæðist" um mikilvægi umhverfisvæns fatnaðar.
Vonandi hefur mér tekist að sýna ykkur fram á hvað það er orðið auðvelt að nálgast vörur úr lífrænni bómull, sérstaklega barnaföt. Og ég vona að þið veljið grænni kostinn næst þegar að ykkur vantar flík eða kannski bara góða hugmynd að fallegri og nytsamlegri gjöf!
No comments:
Post a Comment