30.3.14

Stafrófið fyrir litla svampa


 
 
Kennarinn í mér gleðst yfir því hvað það er orðið gott úrval af stafrófsveggspjöldum hérna á klakanum, hvert öðru fallegra.
 
 
Tulipop -fæst líka í hvítu
 
 
Flest börn eru eins og svampar, það eitt að hafa stafrófið sýnilegt kveikir áhuga og vangaveltur
 
 
 
Veggspjöldin nýtast líka vel þegar þau fara að draga til stafs
 
 

Þetta er sígilt og stafagerðin er sú sama og börnin læra í grunnskólanum

 
 
Þetta er frá Námsgagnastofnun og fæst líka á litlum spjöldum

 

Stafrófið fer líka ljómandi vel á diskamottu, hvort sem hún er á borðinu eða uppi á vegg
 
 
 
 
Það fæst meira að segja stafrófspúsl fyrir púsl-óð börn eins og guttann minn!
 
Frábærar gjafahugmyndir!
 
 
 
Uppfært febrúar 2015:
 
Þar sem þessi færsla virðist vinsæl ákvað ég að splæsa í uppfærslu með enn fleiri hugmyndum :-)
 
 
 
Ég mæli auðvitað líka með bókinni " Lubbi finnur málbein" og tónlistin á geisladisknum er ómissandi með henni.
 
 
 
"Stafróf dýranna" er önnur bók sem ég mæli með, litlir gormar geta sökkt sér í þessa dýrabók og það fylgir stafrófsplakat með.
 
 
 
Stílhreint og fallegt frá Karon Design
 
 
 
Skemmtileg leið til að leika með stafinu og læra þá um leið, minnisspil!
 
Ef þið lumið á fleiri skemmtilegum vörum þá megið þið endilega deila því með okkur í athugasemdum.

3 comments:

  1. Já það vantar sko ekki flott stafa plaköt fyrir ungana, og bara flott að hafa svona upp á vegg :)

    ReplyDelete
  2. Þúsund þakkir fyrir þessa frábæru samantekt, ég á eina mjög áhugasama og þetta eru frábærar hugmyndir.

    ReplyDelete