15.3.14

Páskaeggjaleitin 2013


Í fyrra ákváðum við systkinin á suðvestuhorninu að hafa páskaeggjaleit saman fyrir strákana okkar.
 
 
Við ákváðum að hafa tvö pappaegg fyrir hvern strák, annað með góðgæti (helst sem hollustu, misjafn eftir því hvað hverjum líkar best) og hitt með leikfangi og fela þau úti í garði hjá ömmu og afa.
 
 
En áður en páskaeggjaleitin hófst voru skreyttar páskakörfur.
 
 
 
 
Litli guttinn vildi líka vera með í fjörinu og líma
 

Til urðu þessar líka fallegur og litríku körfur
 
 
Skreyttar með páskamyndum og skrautlímbandi
 
 
 
Við systur fórum svo út og földum eggin, hver strákur átti sinn lit (eggjunum var pakkað inn í servíettur, afar fljótlegt)  og það mátti ekki segja frá ef maður fann annarra manna egg.
 
 
Ef vel er að gáð má sjá egg efst á hólnum, þarna var egg fyrir litla guttann minn, þetta var heilmikil fjallganga!
 
 
Okkur fannst hæfilegt fyrir elsta strákinn að klifra upp í tré til að finna sitt egg
( sem betur fer er systir mín betri í trjáklifri en ég!)
 
 
Eftir mátulega langa leit fundu allir strákarnir eggin sín og þá var bara að setjast niður og njóta
 
 
Það var íslenskt vorverður eins og það gerist best, svalt en sólríkt og við áttum ljúfa stund saman úti í garði.
 
Við vorum svo ángæð með hvernig til tókst að við stefnum á að í ár fái allir pappaegg til þess að leita af, líka þeir fullorðnu! 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

1 comment:

  1. Ohh það er alltaf svo gaman að gera svona fyrir börnin (og fullorðna líka), maður kemst bara í páskaskap :)

    ReplyDelete