23.3.14

Páskaeggjaleitin 2013 seinni hluti

 
Áfram um páskana í fyrra, svona ef það skyldi gefa einhverjum innblástur fyrir páskana í ár, það er mánuður til stefnu!
Leitin að páskaeggjunum var að sjálfsögðu það allra skemmtilegasta.
Næst skemmtilegast var að sjá páskakörfurnar sem að strákarnir föndruðu, svo flottar hjá þeim.
 
 
Ég var búin að búa körfurnar til úr pappadiskum og hef greinilega tekið svona líka fínar myndir af ferlinu
 


þessi  útmældi diskur varð bara skapalón
 
 
 en þessi varð að körfu (ég var ekki alveg jafn klippiglöð á hornunum)

 
Tada, fínasta karfa!
 
 
Ég notaði myndir úr þessu fría prentefni til þess að skreyta körfurnar. Ég veit að það virkar ekki svo aðlaðandi við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð má finna margt girnilegt.
 
 
Svona varð karfan sem að ég gerði fyrir litla guttann minn
 
 
Ég splæsti meira að segja í mynd til þess að sýna ykkur hvað það gerir mikið fyrir föndrið að skyggja. Ég er samsagt búin að skyggja hluta af hringnum á myndinni með bleki, vona að þið sjáið muninn.
 

 
 Í þessa körfu notaði ég pappírsdúllu, tvær mismunandi gerðir af mynsturlímböndum og snæri.

 
 
Mig langaði líka til þess að sýna ykkur innihald páskaeggjana sem að strákarnir fengu.
Í öðru egginu var leikfang, við ákváðum að þeir fengju allir eins trekkibíla sem að pössuðu svona líka fínt í pappaeggin.
 
 
Ég mátti til með að stilla þeim svona upp, þýskir bílar í þýsku fánalitunum
 
 
Í hinu egginu var hollustunammi. Innihaldið var þó ólíkt fyrir hvern strák, enda kunna þeir ekki allir að meta það sama og við vildum að þeim þætti innihaldið ljúffengt og eftirsóknarvert þó það væri hollt.
 
 
 
Ég læt þetta duga af páskakörfum og páskaeggjum í bili
 
 

2 comments:

  1. En sniðugt! Takk fyrir þessa hugmynd :)

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir að heimsækja mig í dag :) Rosalega sniðug hugmynd !!!

    ReplyDelete