9.3.14

Öskudagur 2014

Fyrsti öskudagurinn sem að litli guttinn fær grímubúning. Mér finnst heimatilbúnir búningar yfirleitt skemmtilegastir, það þarf ekki alltaf mikla fyrirhöfn fyrir fínasta búning.



Ég ætlaði bara að hafa þetta fljótlegt; hann á svuntu, kokkahúfu og eitthvað eldhúsdót sem ég hefði hengt á hann. Pabbi hans er kokkur og þeir bralla oft eitthvað saman í eldhúsinu, á myndunum hér fyrir ofan voru þeir að baka fyrir afmælið í sumar.
 
En svo langaði mér til þess að gera eitthvað sem annað...
 
 og eftir kvöldstund með Pinterest var lendingin Geo úr Úmísúmí
 
 
Litli guttinn hefur sérlega gaman af Úmísúmí og var ekki lítið ánægður með að fara sem "úmídrákur" í leikskólann.
 
 
Mamma prjónaði þessa fínu úmí húfu, ég keypti filtefni og skellti í beltið og það sem sló í gegn hjá guttanum var úmí myndin (að sjálfsögðu, einfaldast er alltaf best!).
Ég átti þetta merkispjald af einhverri ráðstefnu og setti úmísúmí mynd í það, mikil hamingja!
 
 
Á þessari mynd sést búningurinn betur, og nei, guttinn er ekki grettur, þetta er "sís"-svipurinn hans!
 
 
Í eftirmiðdaginn hélt fjörið svo áfram, foreldrafélagið í grunnskólanum er svo sniðugt að ganga með miða í hús sem að maður hengir upp á hurðina ef að börnin mega koma og syngja fyrir gotterí milli  kl. 18-19.
Guttanum fannst ekki lítið spennandi að hlaupa til dyra og gefa börnunum í furðubúningum gotterí í poka.
 
 
Þessi mynd er frá því í fyrra, í ár setti í popp í litla poka.
 
Ég vona að þið hafið átt jafn úmí-góðan öskudag og við!
 
 
 
 
 

3 comments: