30.3.14

Stafrófið fyrir litla svampa


 
 
Kennarinn í mér gleðst yfir því hvað það er orðið gott úrval af stafrófsveggspjöldum hérna á klakanum, hvert öðru fallegra.
 
 
Tulipop -fæst líka í hvítu
 
 
Flest börn eru eins og svampar, það eitt að hafa stafrófið sýnilegt kveikir áhuga og vangaveltur
 
 
 
Veggspjöldin nýtast líka vel þegar þau fara að draga til stafs
 
 

Þetta er sígilt og stafagerðin er sú sama og börnin læra í grunnskólanum

 
 
Þetta er frá Námsgagnastofnun og fæst líka á litlum spjöldum

 

Stafrófið fer líka ljómandi vel á diskamottu, hvort sem hún er á borðinu eða uppi á vegg
 
 
 
 
Það fæst meira að segja stafrófspúsl fyrir púsl-óð börn eins og guttann minn!
 
Frábærar gjafahugmyndir!
 
 
 
Uppfært febrúar 2015:
 
Þar sem þessi færsla virðist vinsæl ákvað ég að splæsa í uppfærslu með enn fleiri hugmyndum :-)
 
 
 
Ég mæli auðvitað líka með bókinni " Lubbi finnur málbein" og tónlistin á geisladisknum er ómissandi með henni.
 
 
 
"Stafróf dýranna" er önnur bók sem ég mæli með, litlir gormar geta sökkt sér í þessa dýrabók og það fylgir stafrófsplakat með.
 
 
 
Stílhreint og fallegt frá Karon Design
 
 
 
Skemmtileg leið til að leika með stafinu og læra þá um leið, minnisspil!
 
Ef þið lumið á fleiri skemmtilegum vörum þá megið þið endilega deila því með okkur í athugasemdum.

23.3.14

Páskaeggjaleitin 2013 seinni hluti

 
Áfram um páskana í fyrra, svona ef það skyldi gefa einhverjum innblástur fyrir páskana í ár, það er mánuður til stefnu!
Leitin að páskaeggjunum var að sjálfsögðu það allra skemmtilegasta.
Næst skemmtilegast var að sjá páskakörfurnar sem að strákarnir föndruðu, svo flottar hjá þeim.
 
 
Ég var búin að búa körfurnar til úr pappadiskum og hef greinilega tekið svona líka fínar myndir af ferlinu
 


þessi  útmældi diskur varð bara skapalón
 
 
 en þessi varð að körfu (ég var ekki alveg jafn klippiglöð á hornunum)

 
Tada, fínasta karfa!
 
 
Ég notaði myndir úr þessu fría prentefni til þess að skreyta körfurnar. Ég veit að það virkar ekki svo aðlaðandi við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð má finna margt girnilegt.
 
 
Svona varð karfan sem að ég gerði fyrir litla guttann minn
 
 
Ég splæsti meira að segja í mynd til þess að sýna ykkur hvað það gerir mikið fyrir föndrið að skyggja. Ég er samsagt búin að skyggja hluta af hringnum á myndinni með bleki, vona að þið sjáið muninn.
 

 
 Í þessa körfu notaði ég pappírsdúllu, tvær mismunandi gerðir af mynsturlímböndum og snæri.

 
 
Mig langaði líka til þess að sýna ykkur innihald páskaeggjana sem að strákarnir fengu.
Í öðru egginu var leikfang, við ákváðum að þeir fengju allir eins trekkibíla sem að pössuðu svona líka fínt í pappaeggin.
 
 
Ég mátti til með að stilla þeim svona upp, þýskir bílar í þýsku fánalitunum
 
 
Í hinu egginu var hollustunammi. Innihaldið var þó ólíkt fyrir hvern strák, enda kunna þeir ekki allir að meta það sama og við vildum að þeim þætti innihaldið ljúffengt og eftirsóknarvert þó það væri hollt.
 
 
 
Ég læt þetta duga af páskakörfum og páskaeggjum í bili
 
 

15.3.14

Páskaeggjaleitin 2013


Í fyrra ákváðum við systkinin á suðvestuhorninu að hafa páskaeggjaleit saman fyrir strákana okkar.
 
 
Við ákváðum að hafa tvö pappaegg fyrir hvern strák, annað með góðgæti (helst sem hollustu, misjafn eftir því hvað hverjum líkar best) og hitt með leikfangi og fela þau úti í garði hjá ömmu og afa.
 
 
En áður en páskaeggjaleitin hófst voru skreyttar páskakörfur.
 
 
 
 
Litli guttinn vildi líka vera með í fjörinu og líma
 

Til urðu þessar líka fallegur og litríku körfur
 
 
Skreyttar með páskamyndum og skrautlímbandi
 
 
 
Við systur fórum svo út og földum eggin, hver strákur átti sinn lit (eggjunum var pakkað inn í servíettur, afar fljótlegt)  og það mátti ekki segja frá ef maður fann annarra manna egg.
 
 
Ef vel er að gáð má sjá egg efst á hólnum, þarna var egg fyrir litla guttann minn, þetta var heilmikil fjallganga!
 
 
Okkur fannst hæfilegt fyrir elsta strákinn að klifra upp í tré til að finna sitt egg
( sem betur fer er systir mín betri í trjáklifri en ég!)
 
 
Eftir mátulega langa leit fundu allir strákarnir eggin sín og þá var bara að setjast niður og njóta
 
 
Það var íslenskt vorverður eins og það gerist best, svalt en sólríkt og við áttum ljúfa stund saman úti í garði.
 
Við vorum svo ángæð með hvernig til tókst að við stefnum á að í ár fái allir pappaegg til þess að leita af, líka þeir fullorðnu! 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

9.3.14

Öskudagur 2014

Fyrsti öskudagurinn sem að litli guttinn fær grímubúning. Mér finnst heimatilbúnir búningar yfirleitt skemmtilegastir, það þarf ekki alltaf mikla fyrirhöfn fyrir fínasta búning.Ég ætlaði bara að hafa þetta fljótlegt; hann á svuntu, kokkahúfu og eitthvað eldhúsdót sem ég hefði hengt á hann. Pabbi hans er kokkur og þeir bralla oft eitthvað saman í eldhúsinu, á myndunum hér fyrir ofan voru þeir að baka fyrir afmælið í sumar.
 
En svo langaði mér til þess að gera eitthvað sem annað...
 
 og eftir kvöldstund með Pinterest var lendingin Geo úr Úmísúmí
 
 
Litli guttinn hefur sérlega gaman af Úmísúmí og var ekki lítið ánægður með að fara sem "úmídrákur" í leikskólann.
 
 
Mamma prjónaði þessa fínu úmí húfu, ég keypti filtefni og skellti í beltið og það sem sló í gegn hjá guttanum var úmí myndin (að sjálfsögðu, einfaldast er alltaf best!).
Ég átti þetta merkispjald af einhverri ráðstefnu og setti úmísúmí mynd í það, mikil hamingja!
 
 
Á þessari mynd sést búningurinn betur, og nei, guttinn er ekki grettur, þetta er "sís"-svipurinn hans!
 
 
Í eftirmiðdaginn hélt fjörið svo áfram, foreldrafélagið í grunnskólanum er svo sniðugt að ganga með miða í hús sem að maður hengir upp á hurðina ef að börnin mega koma og syngja fyrir gotterí milli  kl. 18-19.
Guttanum fannst ekki lítið spennandi að hlaupa til dyra og gefa börnunum í furðubúningum gotterí í poka.
 
 
Þessi mynd er frá því í fyrra, í ár setti í popp í litla poka.
 
Ég vona að þið hafið átt jafn úmí-góðan öskudag og við!