19.2.14

Heillaóskatré

 
Tengdamamma varð sextug um daginn. Ég vildi auðvitað hafa puttana í því hvað kerla fékk í afmælisgjöf, lendingin varð heillaóskatré.
 
Ég keypti bara einfaldan grænan pappír og bjó til mynstur á hann með þessum guðdómlega fallegu stimplum
 
 
Ég var svo ángæð með pappírinn að ég tímdi varla að klippa út úr honum 60 laufblöð
 
 
Ég gerði það samt, fyrir framan sjónvarpið, heppinn að vera ennþá með alla fingurna!
Herlegheitin tekin með til Þýskalands.
 
Mágkona mín ætlaði að koma með fallegar greinar úr garðinum sínum í alveg sérlega fallegum vasa, til þess að hengja laufblöðin 60 á.
 
Hún hringdi kortér í afmæli, bæði börnin hennar voru komin með bráðsmitandi magakveisu. Við gripum einhverja plöntu með okkur á hlaupum út í bíl. Ég vildi að ég ætti mynd af svipnum á tengdamömmu þegar við mættum í afmælið með eina af plöntunum hennar!
 
 
Afmælisgestirnir voru svo beðnir um að skrifa eitthvað fallegt fyrir afmælisbarnið á laufblöðin og hengja á "tréð".
 
 
Ræfilsleg plantan bætti á sig alveg helling af fagurgrænum laufblöðum og afmælisbarnið var ánægt með framtakið.