6.1.14

Jólakveðja á síðasta degi jóla

Á síðasta degi jóla kemur síðbúin jólakveðja til lesenda Rósa og rjóma. 


Svona voru jólakortin í ár. Afar einföld og fljótleg og mynd af fallega guttanum mínum í aðalhlutverki.

Ég dúllaði aðeins við umslögin


Þetta er sígildur stimpill sem að naut sín svona vel þegar ég litaði á hann með "stimpil-tússlitum". 
Svolítið dúllerí en mér fannst áferðin svo falleg.


Ég dúllaði líka aðeins við gotteríiskörfu handa starfsmönnunum á leikskóla litla guttans


Fyllti hana með ýmiskonar góðgæti í margvíslegum skilningi


Setti  mikið af lífrænum vörum, ég er að æfa mig í að vera betri neytandi og jarðarbúi með því að velja oftar lífrænt og eða "Fair Trade". Það er oft hægt þegar maður velur gjafir.


Ég gleymdi að taka myndir af heimagerðu jólamöndlunum, en þær sem rötuðu upp í mig á meðan ég var að pakka þessum brögðuðust afar vel!

 
Ég vona að þið hafið það jafn gott yfir hátíðarnar og ég. 
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á því gamla.2 comments:

  1. Ferlega flott hjá þér, alltaf gaman að dúllast við svona gjafir :)

    ReplyDelete
  2. Var ad lesa fyrst nuna....flott!

    ReplyDelete