17.1.14

Fljótleg og falleg kort með gjöf sem seint gleymist og getur hvorki týnst né skemmst


 
Ég hef víst áður minnst á að ég sérhæfi mig í einföldum kortum. Þessi eru svo sannarlega einföld og fljótlegt en engu að síður falleg og skemmtileg.
 
 
Það sem þú þarft er:
kort (eða samanbrotið blað)
3-4 mismunandi pappírsmynsturlímbönd (e. washi tape, masking tape)
stimpil og blek
 
 
Þau börn systkinna minna sem að búa á höfuðborgarsvæðinu fengu svona gjafabréf í jólagjöf. Gjafabréf á ljúfa samveru með mismunandi atriðum eftir því hvað barninu finnst skemmtilegast að gera þegar það kemur í heimsókn til okkar.
 
 
Systursyni mínum sem er nýorðinn 5 ára finnst fátt skemmtilegra en að fá að gista. Það er meira að segja aðeins betra en brauð með jarðarberjasultu (honum finnst 5-7 heilkornabrauðsneiðar með jarðarberjasultu oftast hæfilegt magn).
 
Út á róló var sérlega skemmtilegt í þetta sinn þar sem það var nóg af nýföllnum snjó og glimrandi gott veður (jú víst, það var einn dagur þarna um daginn!)
 
 
Myndarlegu strákarnir mínir með svona líka fallegri sólarupprás í bakgrunni

 
Einhverjir sem kannast við sleðann góða í öðru hlutverki?


Ljúfur dagur með þessum sólargeislum

 
 
 
Náttúran átti líka stórleik, svona stund á milli storma
 
 
 

2 comments:

 1. Ahhh Fallega landid okkar! Flott kort. Eg heillast mest af einfaldleikanum.
  Kv. Brynja

  ReplyDelete
 2. Vá gaman hjá ykkur, yndisleg gjöf:)
  Og kortin mjög skemmtileg:)
  knús Sif

  ReplyDelete