17.1.14

Fljótleg og falleg kort með gjöf sem seint gleymist og getur hvorki týnst né skemmst


 
Ég hef víst áður minnst á að ég sérhæfi mig í einföldum kortum. Þessi eru svo sannarlega einföld og fljótlegt en engu að síður falleg og skemmtileg.
 
 
Það sem þú þarft er:
kort (eða samanbrotið blað)
3-4 mismunandi pappírsmynsturlímbönd (e. washi tape, masking tape)
stimpil og blek
 
 
Þau börn systkinna minna sem að búa á höfuðborgarsvæðinu fengu svona gjafabréf í jólagjöf. Gjafabréf á ljúfa samveru með mismunandi atriðum eftir því hvað barninu finnst skemmtilegast að gera þegar það kemur í heimsókn til okkar.
 
 
Systursyni mínum sem er nýorðinn 5 ára finnst fátt skemmtilegra en að fá að gista. Það er meira að segja aðeins betra en brauð með jarðarberjasultu (honum finnst 5-7 heilkornabrauðsneiðar með jarðarberjasultu oftast hæfilegt magn).
 
Út á róló var sérlega skemmtilegt í þetta sinn þar sem það var nóg af nýföllnum snjó og glimrandi gott veður (jú víst, það var einn dagur þarna um daginn!)
 
 
Myndarlegu strákarnir mínir með svona líka fallegri sólarupprás í bakgrunni

 
Einhverjir sem kannast við sleðann góða í öðru hlutverki?


Ljúfur dagur með þessum sólargeislum

 
 
 
Náttúran átti líka stórleik, svona stund á milli storma
 
 
 

6.1.14

Jólakveðja á síðasta degi jóla

Á síðasta degi jóla kemur síðbúin jólakveðja til lesenda Rósa og rjóma. 


Svona voru jólakortin í ár. Afar einföld og fljótleg og mynd af fallega guttanum mínum í aðalhlutverki.

Ég dúllaði aðeins við umslögin


Þetta er sígildur stimpill sem að naut sín svona vel þegar ég litaði á hann með "stimpil-tússlitum". 
Svolítið dúllerí en mér fannst áferðin svo falleg.


Ég dúllaði líka aðeins við gotteríiskörfu handa starfsmönnunum á leikskóla litla guttans


Fyllti hana með ýmiskonar góðgæti í margvíslegum skilningi


Setti  mikið af lífrænum vörum, ég er að æfa mig í að vera betri neytandi og jarðarbúi með því að velja oftar lífrænt og eða "Fair Trade". Það er oft hægt þegar maður velur gjafir.


Ég gleymdi að taka myndir af heimagerðu jólamöndlunum, en þær sem rötuðu upp í mig á meðan ég var að pakka þessum brögðuðust afar vel!

 
Ég vona að þið hafið það jafn gott yfir hátíðarnar og ég. 
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á því gamla.