Engar áhyggjur, Rósir og rjómi eru ekkert að fara breytast í uppskriftablogg- en ég bara verð að nýta mér rjóma hlutann af nafninu og deila með ykkur þessari uppskrift.
Ég smellti í þessa kvöldið fyrir afmælisdaginn minn um daginn og kippti með í vinnuna og hún sló í gegn. Ég var svo agalega montin af því að kaka sem að ég bakaði væri svona góð að ég verð að monta mig af henni hér!
Ég reyndar skil ekki núna að maður baki ekki bara alltaf súkkulaðimarengs, það er hin fullkomna blanda í mínum augum. Ekki spillir fyrir að rjómaostakremið er mjög líkt því sem er í uppáhalds ostakökunni minni. Þessi kaka er því fullkomin fyrir mína bragðlauka.
Ég reyndar skil ekki núna að maður baki ekki bara alltaf súkkulaðimarengs, það er hin fullkomna blanda í mínum augum. Ekki spillir fyrir að rjómaostakremið er mjög líkt því sem er í uppáhalds ostakökunni minni. Þessi kaka er því fullkomin fyrir mína bragðlauka.
Fyrst ber að geta þess að ég studdist við þessa uppskrift hérna og þar má finna mjög ítarlegar leiðbeiningar. Ég breytti kökunni svolítið eftir mínu höfði.
Súkkulaðimarengs
50 gr brætt súkkulaði
6 stórar eggjahvítur
3 msk kakó
1 tsk rauðvínsedik
1 dl kornflögur
Þeytið eggjahvítur og sykur saman, bætið svo kakóinu og edikinu við. Að lokum er bráðið súkkulaðið og kornflögurnar hrært varlega saman við. Bakist við 125 gráður í 60-75 mínútur.
Rjómaostakrem
250 gr rjómaostur
2 msk sykur
1 msk vanillusykur
1 tsk vanilludropar eða enn betra möluð vanilla (t.d. frá Rapunzel)
0,5 l rjómi
Hrærið saman rjómaost og sykur, bætið vanillunni við og þeytið svo rjómann smátt og smátt saman við.
Nú er að setja dýrðina saman:
Fyrst annar marengsbotninn og svo helminurinn af kreminu.
Ég valdi að hafa salthnetur á milli, salt er svo ljúffengt mótvægi við sætt og gott að hafa stökkar salthnetur
Svo hinn botninn og restin af kreminu.
Svo mæli ég með því að þið geymið kökuna í kæli eða enn betra, í frysti. Takið kökuna svo úr frysti ca. 2 tímum áður en hún er borinn fram og þá er hún enn hálf frosinn - það var sjúklega gott!
Kakan og kremið eru auðvitað mjög sæt og því fannst mér tilvalið að setja hindber ofan á, ekki spillir fyrir hvað þau eru falleg! Ég notaði 250gr af hindberjum (keypti þau frosinn og lét þau þiðna áður en ég skellti þeim á kökuna rétt áður en ég bara hana fram).
Njótið!
namm, en girnilegt. þessa verð ég að prófa :)
ReplyDelete