2.11.13

Jólakortin 2012


Núna bætist ég í hóp þeirra sem skrifa um blessuð jólin sem bráðum koma! En það borgar sig að vera tímanlega ef maður vill föndra jólakortin sín sjálfur og mér datt í hug að sýna ykkur jólakortin frá því í fyrra (sjáið til, ég gerði þau auðvitað á síðustu stundu í fyrra og hafði engan tíma til þess að sýna ykkur þau kortér í jól, en það kemur sér vel í ár að eiga efni í handraðanum!)
 
 
Þegar maður föndrar nokkra tugi korta er lykilatriði að hafa þau einföld og einföld kort eru jú mín sérgrein!
 

Ég prentaði út þessa fínu mynd af litla guttanum,
 
 
skar út "mottur" undir myndirnar, nokkrum millimetrum stærri en myndin sjálf
 
 
og notaði svo hluta af jólapappírnum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina í einfalda renninga
 
 
Að lokum smellti ég í lítinn jólastimpil í hornið á kortinu, það gerði gæfumuninn
 
 
Kortin urðu skemmtilega fjölbreytt þrátt fyrir einfaldleikann
 
 
Þið verðið að afsaka myndgæðin, myndirnar voru að sjálfsögðu teknar á síðustu stundu, rétt mundi eftir því áður en ég lokaði umslögunum!
 
 
Ég þarf svo að leggja höfuðið í bleyti fyrir jólakort þessa árs.....
 
 
 
 

 
 

2 comments:

  1. æji ekkert smá sæt :) gaman að fá svona heimatilbúin kort

    ReplyDelete
  2. Smart hja ther...as per usual!

    ReplyDelete