4.11.13

Jóladagatal úr eldspýtustokkum


Áfram halda jólafærslurnar! Mér datt í hug að þið hefðuð gaman af jóladagatalinu sem ég gerði fyrir vinafólk okkar árið 2010. Mér hefur nú farið svolítið fram í föndrinu síðan þá en hugmyndin stendur enn fyrir sínu þó ég myndi sennilega velja annan pappír og skreyta það öðruvísi núna.

 
Maður þarf 24 eldspýtustokka, breiðari gerðin hentar betur. Ég notaði perlur og pinna eins og maður notar í eyrnalokka til þess að gera haldföngin.
 
 
Á þessari mynd sést betur hvernig dagatalið er sett saman.
 
 
Ég málaði skúffurnar rauðar að innan og klæddi með pappír
 
 
Í hverri skúffu var svo að finna spakmæli, eitt fyrir hvern dag aðventunnar.
 
Ef að þið hafið áhuga á jóladagatölum þá má finna fleiri hugmyndir hér.
 
 
 
 


2 comments:

  1. mér finnst þetta bara mjög flott hjá þér :) sniðug hugmynd :)

    ReplyDelete