9.11.13

Súkkulaðimarengs með rjómaostakremi

 

Engar áhyggjur, Rósir og rjómi eru ekkert að fara breytast í uppskriftablogg- en ég bara verð að nýta mér rjóma hlutann af nafninu og deila með ykkur þessari uppskrift.
 
Ég smellti í þessa kvöldið fyrir afmælisdaginn minn um daginn  og kippti með í vinnuna og hún sló í gegn. Ég var svo agalega montin af því að kaka sem að ég bakaði væri svona góð að ég verð að monta mig af henni hér!

Ég reyndar skil ekki núna að maður baki ekki bara alltaf súkkulaðimarengs, það er hin fullkomna blanda í mínum augum. Ekki spillir fyrir að rjómaostakremið er mjög líkt því sem er í uppáhalds ostakökunni minni. Þessi kaka er því fullkomin fyrir mína bragðlauka.
 
Fyrst ber að geta þess að ég studdist við þessa uppskrift hérna og þar má finna mjög ítarlegar leiðbeiningar. Ég breytti kökunni svolítið eftir mínu höfði.
 
Súkkulaðimarengs
50 gr brætt súkkulaði
6 stórar eggjahvítur
3 msk kakó
1 tsk rauðvínsedik
1 dl kornflögur
 
Þeytið eggjahvítur og sykur saman, bætið svo kakóinu og edikinu við. Að lokum er bráðið súkkulaðið og kornflögurnar hrært varlega saman við. Bakist við 125 gráður í 60-75 mínútur.
 
Rjómaostakrem
 
250 gr rjómaostur
2 msk sykur
1 msk vanillusykur
1 tsk vanilludropar eða enn betra möluð vanilla (t.d. frá Rapunzel)
0,5 l rjómi
 
Hrærið saman rjómaost og sykur, bætið vanillunni við og þeytið svo rjómann smátt og smátt saman við.
 
Nú er að setja dýrðina saman:
 
 
Fyrst annar marengsbotninn og svo helminurinn af kreminu.
Ég valdi að hafa salthnetur á milli, salt er svo ljúffengt mótvægi við sætt og gott að hafa stökkar salthnetur
 
 
Svo hinn botninn og restin af kreminu.
 
Svo mæli ég með því að þið geymið kökuna í kæli eða enn betra, í frysti. Takið kökuna svo úr frysti ca. 2 tímum áður en hún er borinn fram og þá er hún enn hálf frosinn - það var sjúklega gott!
 
Kakan og kremið eru auðvitað mjög sæt og því fannst mér tilvalið að setja hindber ofan á, ekki spillir fyrir hvað þau eru falleg! Ég notaði 250gr af hindberjum (keypti þau frosinn og lét þau þiðna áður en ég skellti þeim á kökuna rétt áður en ég bara hana fram).
 
 
Njótið!
 
 
 
 
 

4.11.13

Jóladagatal úr eldspýtustokkum


Áfram halda jólafærslurnar! Mér datt í hug að þið hefðuð gaman af jóladagatalinu sem ég gerði fyrir vinafólk okkar árið 2010. Mér hefur nú farið svolítið fram í föndrinu síðan þá en hugmyndin stendur enn fyrir sínu þó ég myndi sennilega velja annan pappír og skreyta það öðruvísi núna.

 
Maður þarf 24 eldspýtustokka, breiðari gerðin hentar betur. Ég notaði perlur og pinna eins og maður notar í eyrnalokka til þess að gera haldföngin.
 
 
Á þessari mynd sést betur hvernig dagatalið er sett saman.
 
 
Ég málaði skúffurnar rauðar að innan og klæddi með pappír
 
 
Í hverri skúffu var svo að finna spakmæli, eitt fyrir hvern dag aðventunnar.
 
Ef að þið hafið áhuga á jóladagatölum þá má finna fleiri hugmyndir hér.
 
 
 
 


2.11.13

Jólakortin 2012


Núna bætist ég í hóp þeirra sem skrifa um blessuð jólin sem bráðum koma! En það borgar sig að vera tímanlega ef maður vill föndra jólakortin sín sjálfur og mér datt í hug að sýna ykkur jólakortin frá því í fyrra (sjáið til, ég gerði þau auðvitað á síðustu stundu í fyrra og hafði engan tíma til þess að sýna ykkur þau kortér í jól, en það kemur sér vel í ár að eiga efni í handraðanum!)
 
 
Þegar maður föndrar nokkra tugi korta er lykilatriði að hafa þau einföld og einföld kort eru jú mín sérgrein!
 

Ég prentaði út þessa fínu mynd af litla guttanum,
 
 
skar út "mottur" undir myndirnar, nokkrum millimetrum stærri en myndin sjálf
 
 
og notaði svo hluta af jólapappírnum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina í einfalda renninga
 
 
Að lokum smellti ég í lítinn jólastimpil í hornið á kortinu, það gerði gæfumuninn
 
 
Kortin urðu skemmtilega fjölbreytt þrátt fyrir einfaldleikann
 
 
Þið verðið að afsaka myndgæðin, myndirnar voru að sjálfsögðu teknar á síðustu stundu, rétt mundi eftir því áður en ég lokaði umslögunum!
 
 
Ég þarf svo að leggja höfuðið í bleyti fyrir jólakort þessa árs.....