13.10.13

Karlakort

Flestir sem fikta við að föndra kort eru sammála um að kortin fyrir karlana eru oftast erfiðust, manni finnst ekki hægt að setja fiðrildi, blúndur og glimmer í miklum mæli á þau.
Um daginn gerði ég þetta kort fyrir sextugan ská-tengdapabba minn og fannst það bara heppnast nokkuð vel. Liturinn sérvalinn fyrir hann.
 
 
Stolt sýndi ég eiginmanninum kortið sem ansaði: "Uh, Detlef gengur aldrei með bindi, hann þolir ekki bindi!" Úpps! En kortið var tilbúið og stimplað með nafninu hans svo að maðurinn sem þolir ekki bindi fékk bindiskort í afmælisgjöf!
Ég verð að standa mig betur á næsta ári...
 
Fyrir áhugasama (ef þið þekkið karlmenn sem ganga með bindi) þá studdist ég við þessar leiðbeiningar :-)

No comments:

Post a Comment