13.10.13

Karlakort

Flestir sem fikta við að föndra kort eru sammála um að kortin fyrir karlana eru oftast erfiðust, manni finnst ekki hægt að setja fiðrildi, blúndur og glimmer í miklum mæli á þau.
Um daginn gerði ég þetta kort fyrir sextugan ská-tengdapabba minn og fannst það bara heppnast nokkuð vel. Liturinn sérvalinn fyrir hann.
 
 
Stolt sýndi ég eiginmanninum kortið sem ansaði: "Uh, Detlef gengur aldrei með bindi, hann þolir ekki bindi!" Úpps! En kortið var tilbúið og stimplað með nafninu hans svo að maðurinn sem þolir ekki bindi fékk bindiskort í afmælisgjöf!
Ég verð að standa mig betur á næsta ári...
 
Fyrir áhugasama (ef þið þekkið karlmenn sem ganga með bindi) þá studdist ég við þessar leiðbeiningar :-)

12.10.13

Óþarfaþráin

Ég segi fólki gjarna að mig vanti ekki neitt og það er alveg rétt, ég er svo heppinn að eiga nóg af flestu og sérstaklega því sem mestu máli skiptir og fæst ekki keypt fyrir neina peninga.
 
Þrátt fyrir að vera svona heppinn ætla ég að deila með ykkur óþarfaþránni minni, hvað fallegu og misnytsamlegu hluti og óþarfa ég gæti hugsað mér að splæsa í þessa dagana!
 


Mig langar mikið í fína myndavél, ég á eina nýlega og fína en mig langar mikið í svona gæðagrip - þó að ég kunni ekkert á hana, þá fær maður frábærar myndir með því að nota bara "Auto" stillinguna!
 
Það eru margir fallegir hlutir fyrir heimilið á óskalistanum eins og:
 
 
Ittaala Mariskooli skálar
 
 
Fallegur kökudiskur og kanna úr Mynte línunni frá Ib Laursen

 
 

 
 
 
 
Svona fínar og fallegar vekjaraklukkur á náttborðið 
 
 
 
 
 
 
 
Ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af vörunum frá Sveinbjörgu
 
 

 
 Eins og þessum æðislegu garðveislubökkum, ég sé í hendi mér marga staði á heimilinu þar sem þeir myndu njóta sín! 
 
 
 
Eða þessu notalega ullarteppi (maður myndi hugsa sig tvisvar um að nasla fyrir framan sjónvarpið með svona fínt teppi!)
 
Það er líka nóg af fallegri íslenski hönnun sem ég gæti hugsað mér að skreyta mig með eins og hálsmen frá Hlín Reykdal 
 
Eða klútur frá AndreA boutiqe
 
 
nú eða armband frá Sif Jakobs
 
 
Ég læt þetta duga af óþarfaþrá í bili og vona að ég sé ekki búin að smita ykkur!