1.9.13

Kortaáskorun

 
Hún Aneta kortasnillingur var með kortaáskorun fyrir okkur í Skrapphópnum á Fésbókinni. Útlitið var frjálst en við urðum að nota ákveðna litapallettu. Mér finnst svo frábært hjá henni að standa fyrir svona áskorun svo að ég tók auðvitað þátt.
 
 
Kortin hennar Anetu eru mjög ólík einföldu kortunum mínum; rosalega flott og mikil vinna og efni lögð í þau. Það kom mér því skemmtilega á óvart að ég skyldi vinna áskorunina! Svo ekki sé minnst á öll hin kortin sem voru send í áskorunina, hvert öðru fallegra og hugmyndaríkara.
 
Vinningurinn var ekki af verri endandum:
 
 
Núna verð ég bara að skella mér í að nota þetta fínerí.
Enn og aftur, takk fyrir Aneta!
 

8 comments:

 1. Vá en gaman að vinna, til hamingju með það:)
  Flott kortið þitt:kr
  Sif

  ReplyDelete
 2. Vá en gaman að vinna, til hamingju með það:)
  Flott kortið þitt:kr
  Sif

  ReplyDelete
 3. Anonymous2/9/13 21:38

  Fallegt kort hjá þér, einföld eru oft fallegust.
  kv. Hanna

  ReplyDelete
 4. Falleg kort hjá þér :)

  ReplyDelete
 5. þið eruð yndi, takk fyrir! :-)

  ReplyDelete
 6. Heiður Magný6/9/13 19:30

  Til lukku með þetta elsku Kolla :)

  ReplyDelete
 7. En skemmtilegt :) Ég er ekki bæuin að sjá þetta fyrr en núna!!! Gaman gaman!!! Þakka þér fyrir Kolla og en og aftur: Til hamingju:)xoxo Aneta

  ReplyDelete
 8. Vel gert! Enda sérstaklega góður kortagerari!

  ReplyDelete