22.9.13

Haust á stigaganginum og örlítið föndur

 
Nú er haustið komið, mér finnst það ótrúlega notaleg árstíð. Ég kaupi Beitilyng (Erikur, Callunur) á hverju ári til þess að skreyta stigaganginn.
Í ár dreif ég mig loksins í að gera svolítið sem hefur lengi staðið til:
 
 
Ég nældi í þennan fína ávaxtakassa og gerði hann gráleitan með edik- og stálullarblöndu.
 
 
Viðurinn fær fallega gráan lit og þetta var lítið mál; leggja stálull í edik í nokkra klukkutíma (ekki reyna að útskýra fyrir manninum ykkar hvað þið eruð að gera!), pensla yfir viðinn og sýna smá þolinmæði, þá kemur gráminn í ljós.
 
 
Ég prentaði þessi "gömlu" skjöl út og límdi í botninn
 
 
Skjölin fann ég auðvitað hér.
 
 
 
 
 

6 comments:

 1. alltaf laeri eg eitthvad nytt...stalull i edik? og mala yfir med stalullinni eda pensil? Rosa flott...langar ad profa
  Kv. Brynja

  ReplyDelete
  Replies
  1. ég dýfði pensli bara í edikið með hálfuppleystri stálullinni og málaði á beran viðinn..súper einfalt! :-)

   Delete
 2. Flott hjá þér, takk fyrir að deila þessari aðferð með okkur...þarf að prufa þetta :)

  ReplyDelete
 3. hæ alltaf gaman að kíjja við hjá þér, þú skrifar svo skemmtilega og gerir svo fínt
  kveðja Sif

  ReplyDelete
 4. alltaf gaman að skoða hjá þér, ég kíki reglulega þó svo ég kvitti ekki alltaf. Þarf að vera duglegir við það og taka þig til fyrirmyndar. Takk fyrir kommentin þín <3

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk fyrir það! Alltaf þegar mér finnst eitthvað flott á íslenskum bloggsíðum reyni ég að kvitta = það er greinilega bara svona margt flott og skemmtilegt á síðunni þinni!

   Delete