22.9.13

Haust á stigaganginum og örlítið föndur

 
Nú er haustið komið, mér finnst það ótrúlega notaleg árstíð. Ég kaupi Beitilyng (Erikur, Callunur) á hverju ári til þess að skreyta stigaganginn.
Í ár dreif ég mig loksins í að gera svolítið sem hefur lengi staðið til:
 
 
Ég nældi í þennan fína ávaxtakassa og gerði hann gráleitan með edik- og stálullarblöndu.
 
 
Viðurinn fær fallega gráan lit og þetta var lítið mál; leggja stálull í edik í nokkra klukkutíma (ekki reyna að útskýra fyrir manninum ykkar hvað þið eruð að gera!), pensla yfir viðinn og sýna smá þolinmæði, þá kemur gráminn í ljós.
 
 
Ég prentaði þessi "gömlu" skjöl út og límdi í botninn
 
 
Skjölin fann ég auðvitað hér.
 
 
 
 
 

1.9.13

Kortaáskorun

 
Hún Aneta kortasnillingur var með kortaáskorun fyrir okkur í Skrapphópnum á Fésbókinni. Útlitið var frjálst en við urðum að nota ákveðna litapallettu. Mér finnst svo frábært hjá henni að standa fyrir svona áskorun svo að ég tók auðvitað þátt.
 
 
Kortin hennar Anetu eru mjög ólík einföldu kortunum mínum; rosalega flott og mikil vinna og efni lögð í þau. Það kom mér því skemmtilega á óvart að ég skyldi vinna áskorunina! Svo ekki sé minnst á öll hin kortin sem voru send í áskorunina, hvert öðru fallegra og hugmyndaríkara.
 
Vinningurinn var ekki af verri endandum:
 
 
Núna verð ég bara að skella mér í að nota þetta fínerí.
Enn og aftur, takk fyrir Aneta!