6.8.13

Rautt, bleikt og grænt


Ég gerði þetta ótrúlega sniðuga og sæta kort (þó segi sjálf frá!) fyrir eins árs prinsessu um daginn. Snilldin felst í einfaldleikanum, fjórir ferningar skornir í tvennt, kantarnir rúnnaðir, límt á, tala í miðjuna og maður er kominn með fínasta kort. Ekki skemmir fyrir að kjörið er að nota pappírsafganga og leika sér með alls konar litasamsetningar.
 
Hugmyndin kemur að sjálfsögðu af Pinterest.
 
Litirnir í þessu korti voru valdir í stíl við afmælisgjöfina:
 
 
svo fann ég meira að segja spennur í stíl!
 
 
Kjóllinn er úr lífrænni bómull og spennurnar eru "Fair Trade". Ég er að æfa mig í að versla svona umhverfis- og mannúðarvænt og finnst frábært að það er alltaf að verða ofurlítið auðveldara að nálgast slíkar vörur.
 
 

6 comments:

  1. Frabaer samsetning....Flott gjof.
    Btw vard hugsad til thin um helgina thegar eg sat sveitt vid ad dulla mer vid afmaeliskort...ekkert fancy bara nota "punchers" og lim....sendi ther mynd vid taekifaeri
    Brynja

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk og hlakka til að sjá kortið! :-)

      Delete
  2. Frábær hugmynd - takk fyrir að deila. Kemur rosalega vel út hjá þér. Og ég er líka alltaf að æfa mig að versla "meðvitað" og er einmitt sammála að það eru ýmsar leiðir færar í þeim efnum :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Alltaf gaman að sjá nýja lesendur hérna inni, ég datt einmitt inn á síðuna þína um daginn :-) Sérstaklega gaman að heyra af öðrum sem eru að fikra sig áfram í meðvitaðri átt!

      Delete
  3. Æðislegt kort og gaman hvað það er í stíl við gjöfina :)

    ReplyDelete
  4. Svo æðislega krúttlegt, svo fallegir litir og flott kort:)
    knús Sif

    ReplyDelete