1.8.13

Munsturlímbönd

Munsturlímbönd (eða mynsturlímbönd!) og Washi teip eru svo ótrúlega skemmtileg, falleg og til flestra hluta nýtileg! Það eru bæði til úr plasti og svo úr hríspappír, mér finnst hvoru tveggja hafa sinn sjarma.
 
Ég hef áður skrifað um munsturlímbönd en datt í hug að sýna ykkur nokkra hluti sem ég hef notað límböndin í undanfarið:
 
 
Sígilt að hengja eitthvað fallegt upp á vegg
(spakmæli héðan)
 
 
Hérna er póstkort, myndir og afmæliskort sem litli guttinn hefur fengið verið hengt upp til afþreyingar þegar setið er á koppnum.
 
 
Ég hef áður sýnt ykkur þessar myndir sem að ég festi upp fyrir ofan rúm guttans, núna er þær undir hillunni fyrir ofan skiptiborðið og vekja alltaf jafn mikla lukku!
 
 
 
Það má líka lífga upp á bréf og böggla
 

 
Alltaf gaman að fá pakka í pósti og ennþá skemmtilegra þegar hann er fallega skreyttur

 
Það er hægt að flikka upp á lúið sófaborð á fimm mínútum og gera það spennandi
 

Og festa fallegar myndir á sápukúlur
 
 
 
Hérna getið þið séð hugmyndir sem ég hef pinnað á Pinterest
 
 
Næst þarf ég að prófa mig áfram í að nota munsturlímbönd í kortagerðinni:
 
 

 
 

 

 

 
 
Mest af mínum munsturlímböndum hef ég fengið í Sösterne og líka svolítið í Tiger. Ég fann líka sérlega falleg límbönd í Ólátagarði og Föndurlist. Ef þið vitð um fleiri staði þá megið þið gjarnan deila því með mér.
 

 
 
 
 

1 comment:

  1. I hvert einasta sinn sem thu bloggar um kortin thin tha langar mer ad demba mer aftur a kaf i scrapbooking....

    ReplyDelete