5.8.13

Árbæjarsafnið


 
Árbæjarsafnið er uppáhalds safnið mitt. Ég fer alltaf þangað á hverju sumri, stundum reyndar oft!
Mér finnst gamlir hlutir bæði fallegir og hlýlegir. Sagan er svo heillandi og áhugaverð.
 
 
Sýningin "Komdu að leika" er í sérstöku uppáhaldi en þar mega börnin leika sér með allskonar gamalt góss, allt frá leggjum og skel til Nintendo tölvu.
 
 
Útisvæðið er ekki síðra en þar gleyma sér ungir og aldnir í kassabílarallýi og stultu metingi.
 
 
Þar eru líka rólur ( sem sjá má í bakgrunni þessarar myndar)
 
 
Einn sex ára snillingur spurði mig einu sinni hvort að þetta væri rólurnar sem Grýla drapst í!
(Afar rökrétt hugsun á safni sem er fullt af gömlum hlutum og allir vita líka að  "nú er hún gamla Grýla dauð gafst hún upp á rólunum"! )
 
Um daginn fórum við hjónin með litla guttann, hann var mjög spenntur fyrir öllu dótinu en ekki síður fyrir dýrunum.
 
 
Ég smellti af nokkrum myndum til þess að deila með ykkur
 
 
Rabbabaragarður og geymsla
 
 
Stórt birkitré hliðina á gömlu húsi

 
Gamlir hvítir gluggar með blúndugardínum og blómum
 

Blanda af steinum og tré
 
 
Líka gaman að sjá hvað er hægt að finna margar litlar en fallegar uppstillingar
 
  
Hjá mörgum byrjar vinnan og rútínan aftur eftir verslunarmannahelgina en það er þó enn tími til þess að kíkja á þetta frábæra safn, ég mæli með því!
 
 
 
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment