6.8.13

Rautt, bleikt og grænt


Ég gerði þetta ótrúlega sniðuga og sæta kort (þó segi sjálf frá!) fyrir eins árs prinsessu um daginn. Snilldin felst í einfaldleikanum, fjórir ferningar skornir í tvennt, kantarnir rúnnaðir, límt á, tala í miðjuna og maður er kominn með fínasta kort. Ekki skemmir fyrir að kjörið er að nota pappírsafganga og leika sér með alls konar litasamsetningar.
 
Hugmyndin kemur að sjálfsögðu af Pinterest.
 
Litirnir í þessu korti voru valdir í stíl við afmælisgjöfina:
 
 
svo fann ég meira að segja spennur í stíl!
 
 
Kjóllinn er úr lífrænni bómull og spennurnar eru "Fair Trade". Ég er að æfa mig í að versla svona umhverfis- og mannúðarvænt og finnst frábært að það er alltaf að verða ofurlítið auðveldara að nálgast slíkar vörur.
 
 

5.8.13

Árbæjarsafnið


 
Árbæjarsafnið er uppáhalds safnið mitt. Ég fer alltaf þangað á hverju sumri, stundum reyndar oft!
Mér finnst gamlir hlutir bæði fallegir og hlýlegir. Sagan er svo heillandi og áhugaverð.
 
 
Sýningin "Komdu að leika" er í sérstöku uppáhaldi en þar mega börnin leika sér með allskonar gamalt góss, allt frá leggjum og skel til Nintendo tölvu.
 
 
Útisvæðið er ekki síðra en þar gleyma sér ungir og aldnir í kassabílarallýi og stultu metingi.
 
 
Þar eru líka rólur ( sem sjá má í bakgrunni þessarar myndar)
 
 
Einn sex ára snillingur spurði mig einu sinni hvort að þetta væri rólurnar sem Grýla drapst í!
(Afar rökrétt hugsun á safni sem er fullt af gömlum hlutum og allir vita líka að  "nú er hún gamla Grýla dauð gafst hún upp á rólunum"! )
 
Um daginn fórum við hjónin með litla guttann, hann var mjög spenntur fyrir öllu dótinu en ekki síður fyrir dýrunum.
 
 
Ég smellti af nokkrum myndum til þess að deila með ykkur
 
 
Rabbabaragarður og geymsla
 
 
Stórt birkitré hliðina á gömlu húsi

 
Gamlir hvítir gluggar með blúndugardínum og blómum
 

Blanda af steinum og tré
 
 
Líka gaman að sjá hvað er hægt að finna margar litlar en fallegar uppstillingar
 
  
Hjá mörgum byrjar vinnan og rútínan aftur eftir verslunarmannahelgina en það er þó enn tími til þess að kíkja á þetta frábæra safn, ég mæli með því!
 
 
 
 
 
 
 

1.8.13

Munsturlímbönd

Munsturlímbönd (eða mynsturlímbönd!) og Washi teip eru svo ótrúlega skemmtileg, falleg og til flestra hluta nýtileg! Það eru bæði til úr plasti og svo úr hríspappír, mér finnst hvoru tveggja hafa sinn sjarma.
 
Ég hef áður skrifað um munsturlímbönd en datt í hug að sýna ykkur nokkra hluti sem ég hef notað límböndin í undanfarið:
 
 
Sígilt að hengja eitthvað fallegt upp á vegg
(spakmæli héðan)
 
 
Hérna er póstkort, myndir og afmæliskort sem litli guttinn hefur fengið verið hengt upp til afþreyingar þegar setið er á koppnum.
 
 
Ég hef áður sýnt ykkur þessar myndir sem að ég festi upp fyrir ofan rúm guttans, núna er þær undir hillunni fyrir ofan skiptiborðið og vekja alltaf jafn mikla lukku!
 
 
 
Það má líka lífga upp á bréf og böggla
 

 
Alltaf gaman að fá pakka í pósti og ennþá skemmtilegra þegar hann er fallega skreyttur

 
Það er hægt að flikka upp á lúið sófaborð á fimm mínútum og gera það spennandi
 

Og festa fallegar myndir á sápukúlur
 
 
 
Hérna getið þið séð hugmyndir sem ég hef pinnað á Pinterest
 
 
Næst þarf ég að prófa mig áfram í að nota munsturlímbönd í kortagerðinni:
 
 

 
 

 

 

 
 
Mest af mínum munsturlímböndum hef ég fengið í Sösterne og líka svolítið í Tiger. Ég fann líka sérlega falleg límbönd í Ólátagarði og Föndurlist. Ef þið vitð um fleiri staði þá megið þið gjarnan deila því með mér.