31.7.13

Sumarbloggpartý 2013

 
Á síðasta mögulega degi kemur framlag mitt í sumarbloggpartýið hjá henni Stínu Sæm.
 
Í fyrra puntaði ég litlu svalirnar mínar svona (sjá nánar hér):
 
 
Það hefur lítið breyst á svölunum góðu þannig að í ár ákvað ég að sýna ykkur hvað ég hef gert skemmtilegt með guttanum á svölunum, og stillti því voða fallega upp!
 
 
Það hangir enn uppi fánalengja síðan í afmæli litla guttans og ég hugsa að ég leyfi henni að vera eitthvað áfram, hún er svo litrík og skemmtileg.

 
Notalegt að setjast niður hér og glugga í bók og narta í epli

 
Hérna má sjá litla guttann, hann hafði ekki lítið fyrir því að drösla þessu öllu út á svalir til þess að lesa úti á svölum eins og pabbi sinn.
Þessir samanbrjótanlegu tjaldstólar eru hægindarstólarnir á svölunum okkar; þægilegir, taka lítið pláss í geymslu og hægt að taka með hvert sem er!
 
Úti á svölum er líka hægt að mála með vatni:
 

 
Það gerir ekkert til þó að þessi "málning" fari í fötin og sullist niður!

 
Það er líka sígilt að blása sápukúlur og kríta.
 
 
Úti á svölum er líka þessi fata. Í henni eru skeljar sem má leika með og svo safnast í hana rigningarvatn sem má sulla með.
 

 
Einnig má gleðja mömmu sína með því að nota rigningarvatnið til þess að skúra svalirnar þegar maður fékk lánaðan kúst til þess að sópa!
 
 
Ekki má gleyma einhverju hollu og góðu til þess að narta í.

 
Endilega skoðið öll skemmtilegu bloggin sem tóku þátt í bloggpartýinu hjá Stínu hér.
Svo má ég til með að benda þeim sem eru áhugasamir um að fegra svalirnar sínar á þetta hér.
 
 
 
 
 
 

3 comments:

  1. Gaman ad sja litla guttann...flott hja ther a svolunum!
    Kv.
    Brynja

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir að þaka þátt í bloggpartýinu og til lukku með að ná í tæka tíð ;)
    Gaman að sjá hjá þér svalirnar aftur og nú með litla guttanum þínum að njóta þeirra:)

    kv
    Stína Sæm

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir kærlega og takk fyrir að halda svona skemmtilegt bloggpartý!

      Delete