1.7.13

Þrír bræður, þrjú kort


 
Ég vona að ég sé ekki að gera út af við ykkur með heimagerðum kortum, en í dag langar mig til þess að sýna ykkur þrjú í viðbót!
Ég er svo rík að eiga þrjá litla frændur í Kanada. Ég hef bara hitt þá einu sinni en foreldrar þeirra eru duglegir að deila myndum af þeim á Facebook þannig að mér finnst ég þekkja þá svolítið. Ég reyni líka að standa mig sem frænka og senda þeim afmælis- og jólagjafir. Prakkararnir þrír eiga allir afmæli um sumar og því var komið að því að senda smáræði yfir hafið til þeirra.
 
 
Einfalt kort (ég sérhæfi mig í þeim!) og vingjarnlegur krókódíll.
 
 
 
Hoppandi glöð kengúra og ennþá einfaldara kort, hérna skyggði ég ekki neitt og notaði pappír úr Sösterne. Rauði pappírinn er bara brotinn eins og harmonikka og svo setti ég splitti í miðjuna (svolítið vesen samt að líma "harmonikkuna" niður).

 
Yngsti prakkarinn fékk svo þetta kort og síkátan simpansa.
 
 
Meira var það ekki af kortum í bili :-)
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment