27.7.13

Ballerínukort


Ég gerði ballerínukort fyrir 5 ára afmælisstelpu um daginn. Hugmyndina fann ég á Pinterest (hvar annars staðar!) og útfærði hana aðeins.
Ballerínan sjálf er dúkkulísa sem ég fann hérna (ó, fullt að fríkeypis dúkkulísugóssi hægt að finna í netheimum!). Pilsið er eins einfalt og það lítur út fyrir að vera, hvítur pappír brotinn eins og harmonikka.
 
 
Þetta fallega ljóð fann ég hérna og er það eftir Kristjönu E. Guðmundsdóttur.
Mér finnst þetta alveg sérstaklega fallegt ljóð og sé fyrir mér að ég eigi eftir að nota það í margskonar kort.
 
 
Ekki má gleyma framhliðinni! Hérna er ballerína frá FPTFY í aðalhlutverki ( eruð þið ekki örugglega búnar að skoða þessa æðislegu síðu!?! Ein af mínum uppáhalds!)
 
 
Góða helgi!
 
 
 

3 comments:

  1. Vá hvað þetta er fallegt hjá þér, dásamlegt ballerínukort :)

    ReplyDelete