15.7.13

2 ára afmælisgutti

 



Ótrúlegt en satt þá er litli sólargeislinn minn orðinn 2 ára. Hérna getið þið lesið um fyrsta afmæli guttans sem var einmitt haldið úti en það þorir ekki nokkur sunnlendingar á stóla á veðrið þetta sumarið og því var afmælisfjörið bara haldið heima.
 
Skreytióðu mömmunni fannst það svosem ekkert verra!
 
Undirbúningurinn hófst með því að leita eftir innblæstri á Pinterest. Það verður sennilega ekki oft í framtíðinni þar sem ég ég fæ að ráða þemanu í afmælinu svo að ég nýtti tækifærið og ákvað að hafa þemað gamaldags eða "vintage". Guttinn er hrifinn af öllum farartækjum og dýrum (eins og sennilega flest börn á hans aldri!) og því vildi ég hafa "vintage" dýr og farartæki.
 
Fyrst var að gera boðskort:
 
 
Ég fann þessa æðislegu mynd á Pinterest og fannst hún henta fullkomlega.

 
Boðskortin voru afar einföld og fljótleg en glöddu marga litla boðsgesti sem voru ekki lítið ánægðir að fá boðskort í pósti!
 
Þegar maður er kominn með svona sértækar óskir er lítið úrval af fríu prentefni (free printables) og leit mín á veraldarvefnum leiddi mig inn á Etsy. Þar er hægt að finn ógrynni af fallegu prentefni fyrir hvaða þemaafmæli sem er sem kostar oft ekki mikið og maður getur borgað með PayPal, þvílík snilld! Ég endaði á að kaupa þetta tvennt, eftir mikla yfirlegu og valkvíðaköst!
 

 
Ég sá fyrir mér að allar þessar litlu myndir (í mjög hárri upplausn!) væri hægt að nota til þess að búa til flest af því sem að ég vildi gera.
Eins og merkimiða:
 
 
Eða skraut á gjafakörfuna:
 
 
Allir litlu gestirnir fóru heim með svona fínar sápukúlur
 
 
Ég prentaði óvart allt of mikið af myndum fyrir boðskortin en það nýttist svona líka vel til þess að flikka upp ljótar sápukúlu umbúðirnar.
 
Núna heyrist mér afmælisstrákurinn var að vakna af lúrnum sínum en ég get sýnt ykkur sýnishorn af næstu færslu:
 
 
 
 
 
 

4 comments:

  1. Til hamingju með litla prinsinn þinn, falleg afmælisveisla :) Bestu kveðjur

    ReplyDelete
  2. Yndislega fallegt hjá þér, innilega til hamingju með litla manninn :)

    ReplyDelete