16.7.13

2 ára afmælisgutti #2Í gær skyldi ég við ykkur með þessari mynd og lofaði framhaldi af afmælisdúlleríinu....
 
Hérna má sjá sætu myndirnar sem ég keypti á Etsy notaðar í kökuskraut.
 
 
Þó ég eigi slatta af pappírsföndurdóti á ég ekki enn hringlaga og "scallop" mynsturgatara eins og maður sér svo oft notað.
Ég notaði bara misstórar límbandsrúllur til þess að strika eftir misstóra hringi, klippti út og límdi á tannstöngla. 
 
 
Diskinn fagra er ég með í ótímabundnu láni frá mömmu og ég nota hvert tækifæri til þess að sýna hann því mér finnst hann einstaklega fallegur. Takið bara eftir fallega skuggamynstrinu.
 
Myndirnar góðu voru líka notaðar á fánalengjur /veifur
 
 
Þessar buðu gesti velkomna á stigaganginum
 
 
hjá bangsakrúttinu kúrði þetta krútt
 
 
Minni gerðin af veifunum fékk að njóta sín á afmæliskökunni
 
 
Svona kökuskreyting er svo einföld að ég leyfi mér að fullyrða að hún sé á allra færi
OG það er auðvelt að laga þetta að allskonar þemum
OG það er hægt að setja þetta á næstum hvernig köku sem er!
 
 
 
 
Næstum (en bara næstum!) því jafn sætur og afmælisstrákurinn okkar

 
og sætur "votti" líka.
 
 
Í næstu færslu er svo allt um meistaraverk pabbans sem sést á þessari mynd:
 
 
það var nú ekki hægt að hafa samskonar afmælisköku í sitt hvorri afmælisveislunni! :-)
 
 

 
 
 
 
 

7 comments: