18.7.13

2 ára afmæli guttans #3 Hringekjukakan

 
Nú er komið að því að dást að hringekju afmæliskökunni. Hugmyndina fann skeytióða mamman á netinu en það kom í hlut pabbans að útfæra hana!
 
 
Við gerðum kökuna nú bara úr því sem var til heima og vorum ekkert að stressa okkur of mikið, það er nefnilega ekkert gaman að halda afmæli ef undirbúningurinn er bara stress og leiðindi!
 
Fyrsta af öllu er snúningsdiskur frá IKEA (þessi leynist á mörgum heimilum!)
 
 
ljúffeng kaka að eigin vali (gerið gat í miðjuna, mjög smökkunarvænt!)
 
 
Þá er að búa til stöðuga súlu í miðjuna
 

  festa súluna á pappa og botn úr bökunarformi fyrir efri hlutann
 
 
Klæða svo allt með álpappír
 
 
og setja aðra köku þar (okkar fékk smá sprungur við flutninginn, en bragðið bar engan skaða af!)
 
 
Ég verð að monta mig af því hvað maðurinn minn er hugmyndaríkur en hann notaði maukuð jarðarber til þess að fá þennan fína bleika lit og maukað mangó og túrmerik fyrir gula litinn!
 
Nokkrir grillpinnar, pappírsrör og útklipptar myndir og tadaaaaa!
 
 
ótrúlega sæt hringekjukaka
 

sem snýst!
(hafðu kveikt á hljóðinu)
 
 
Kakan var ótrúlega stöðug og gestirnir gátu skorið sér sneiðar af báðum hæðum án þess að taka kökuna í sundur!
 
 
 
 
Nokkrar myndir af smáatriðum
 
 
Ég notaði servíettur í þremur litum, fannst þær allar svo fallegar!
Líka græn og blá pappírsrör.

 
 
Þessi fánalengja var bara úr einlitum pappír
 
 
en með sömu fallegu myndunum!
 
 
Þessi æðislega kanína varð að skreyta hillurnar, hún hefur fylgt pabbanum frá fæðingu og er snjáð í samræmi við öll knúsin sem hún hefur fengið í gegnum tíðina.
 
 
Að lokum vil ég þakka góðar viðtökur við þessum afmælisfærslum, heimsóknir á síðuna hafa sjaldan verið fleiri og fallegu athugasemdirnar gleðja mig mikið :-)
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

No comments:

Post a Comment