....og jibbí og jei, það er kominn 17.júní!
Smá þjóðhátíðarinnblástur, álíka alíslenskur og textabrotið hér á undan.
Ég gerði litla fánalengju með skrautlímböndum, bæði plast- og hríspappírslímböndum (washi tape).
Afar einfalt og nokkuð fljótlegt.
Gömlu krúttarastígvélin urðu líka að vera með, það er fátt íslenskara en rigning á á þjóðhátíðardaginn!
og svo litli bíbíinn fuglinn
Maður gæti jafnvel skellt í skyrköku og skreytt hana í þessum anda (auðvitað með íslenska fánann sem fyrirmynd!)
Gleðilega þjóðhátíð!
Gleðilegan þjóðhátíðardag! Flottar myndir hjá þér og stígvélin eru ofurkrúttleg...vonum samt að við þurfum ekki að nota nein slík í dag ;)
ReplyDelete