6.6.13

forstofan í sumar

 
 
Það var kominn tími á að fríska upp á forstofuna, bara aðeins endurraða aðeins dúlleríinu :-)
 
 
Ég smellti skrapp pappír í botninn á bakkanum, fannst hvíti bakkinn á hvítu kommóðunni vera aðeins OF hvítt!
 
 
Bakkann spreyjaði ég sjálf, málaði fyrst svart undir, spreyjaði svo og pússaði kantana með sandpappír
 
 
Það var líka kominn tími á nýjar myndir í hvítu rammana, enda dálítið langt liðið frá páskum!
 
 
Einhvern tímann hef ég vistað þetta á tölvunni minni, veit því miður ekki hvaðan. Klippti þetta til svo að passaði vel í rammann og auðvitað skrapp pappír á bakvið.
 
 
Hornið í forstofunni lítur þá svona út:
 
 
Notalegt, ekki satt?
 
 
 
 
 
 
 

3 comments:

  1. Svakalega flott og kósí hjá þér :)

    ReplyDelete
  2. Anonymous7/6/13 10:56

    Mjög lekkert...
    Hvernig er hægt að hafa forstofu svona fína?
    Mín er nánast alltaf eins og eftir loftáras.

    ReplyDelete
  3. Anonymous13/6/13 01:05

    Ákaflega notaleg og sæt forstofa hjá þér! Og föndrið þitt alltaf svo flott! :)

    ReplyDelete