6.6.13

forstofan í sumar

 
 
Það var kominn tími á að fríska upp á forstofuna, bara aðeins endurraða aðeins dúlleríinu :-)
 
 
Ég smellti skrapp pappír í botninn á bakkanum, fannst hvíti bakkinn á hvítu kommóðunni vera aðeins OF hvítt!
 
 
Bakkann spreyjaði ég sjálf, málaði fyrst svart undir, spreyjaði svo og pússaði kantana með sandpappír
 
 
Það var líka kominn tími á nýjar myndir í hvítu rammana, enda dálítið langt liðið frá páskum!
 
 
Einhvern tímann hef ég vistað þetta á tölvunni minni, veit því miður ekki hvaðan. Klippti þetta til svo að passaði vel í rammann og auðvitað skrapp pappír á bakvið.
 
 
Hornið í forstofunni lítur þá svona út:
 
 
Notalegt, ekki satt?
 
 
 
 
 
 
 

3 comments:

 1. Svakalega flott og kósí hjá þér :)

  ReplyDelete
 2. Anonymous7/6/13 10:56

  Mjög lekkert...
  Hvernig er hægt að hafa forstofu svona fína?
  Mín er nánast alltaf eins og eftir loftáras.

  ReplyDelete
 3. Ákaflega notaleg og sæt forstofa hjá þér! Og föndrið þitt alltaf svo flott! :)

  ReplyDelete